Eimreiðin - 01.01.1941, Side 16
2
FÁEIN ORÐ TIL LESENDA
EIMREIÐIN
gefanda þess og ritstjóra. Skal þá og nota þctta tækifæri til
að minna lesendurna á það, að Eimreiðin veitir ætíð þakk-
samlega móttöku öllum vinsamlegum ráðleggingum og tillög-
um, sem miðað geta að vexti hennar, umbótum og bættu
fgrirkomulagi. Allar slikar tillögur og ráðleggingar munu
teknar til rækilegrar ihugunar með umbætur fgrir augum.
Ititstjórinn verður að visu að játa, að þvi miður gefst honum
ekki tóm til að svara nema örlitlum hluta þeirra brcfa, sem
honum berast frá lesendunum. En öll bréf frá þeim eru varð-
veitt og efni þeirra vandlega athugað.
Eins og öllum er kunnugt hefur stgrjöldin, sem nú geis-
ar, haft stórkostlega verðhækkun í för með sér, og hefur sú
verðhækkun ekki hvað minnst bitnað á allri bóka- og blaða-
útgáfu i landinu. Pappír hefur hækkað svo í verði, að nú
mun hann orðinn meir en tvöfalt dgrari cn var fgrir strið.
Prentunarkostnaður, bæði setning, prentun, hefting, mgnda-
mótagerð og annað, hefur á sama tíma hækkað um 50% og
þar gfir — og mun enn hækka jafnt og þétt. Askriftarverð
Eimreiðarinnar var þó óbregtt árið, sem leið, þrátt fgrir mikla
verðhækkun þegar i bgrjun þess árs. Hins vegar er nú Ijóst
orðið, að ekki er lengur nema um tvo kosti að velja: annað-
hvort að minnka árlegan arkafjölda ritsins mjög mikið, til
þess að draga úr útgáfukostnaðinum, eða hækka áskriftar-
gjaldið. Hefur siðari kosturinn og sá, sem útgefandi hefur
ástæðu til að æila, að vinsælli vcrði, verið tekinn og áskrift-
argjaldið hækkað frá 1. janúar þ. á. úr kr. 10.00 i kr. 15.00
á ári. Eimreiðin á ekki afkomu sína undir neinu öðru en
eigin vinsældum og skilvísi kaupenda sinna. Hún er ekki háð
neinum pólitískum flokki, stétt eða félagsskap, sem leggi
henni fé, en tregstir aðeins á sinn eigin lífsþrótt. Iiún mun
þá lika hér eftir sem hingað til leggja það eitt til málanna i
eigin nafni, sem hún telur sannast og réttast, án tillits til þess,
hvort það kann að koma i bág við sjónarmið þeirra, sem telja
sig sjálfkjörna til að hugsa fgrir fólkið i landinu. Hækkun
sú, sem nú er gerð á áskriftargjaldinu, cr minni en verð-
hækkun þeirri nemur, sem þegar er orðin á útgáfunni. Arka-
fjöldi ritsins á þessu ári verður a. m. k. eins og lmnn hefur
mestur áður verið eða 30—32 arkir (um 500 bls.). Eru það