Eimreiðin - 01.01.1941, Qupperneq 17
eimreiðin
FAEIN ORÐ TIL LESENDA
s
vinsamleg tilmæli, að allir, sem það geta, greiði áskriftar-
gjaldið fgrir þetta ár við móttöku þessa fgrsta heftis árgangs-
ins, og með þessu ngja ári verður tekinn upp sá háttur, sem
nú er á kominn um flest önnur blöð og tímarit, að áskriftar-
gjald Eimreiðarinnar greiðist fgrirfram.
Ýmis ng atriði til umbóta eru í undirbúningi, þó að hér
skuli aðeins tveggja getið. Með þessu hefti er tekin upp hin
nýja stafsetning í trausti þess, að ekki verði aftur tekið að
hringla með íslenzka stafsetningu og þessi hin nýja verði sú
eina og algilda á öllu, sem út er gefið á islenzku. Má ætla,
að svo verði, þar sem vér eigum nú allmarga unga og áhuga-
sama málfræðinga og islenzkukennara frá norrænudeild Há-
skóla íslands, sem vinna ótrauðir að þessu marki. Þá hefur
Eimreiðin trgggt sér aðstoð einhvers bezta teiknara, sem nú
er völ á hér á landi, en það er frú Barbara W. Árnason list-
málari. Eru i þessu hefti tvær teiknaðar mgndafgrirsagnir
eftir hana, að kvæðunum „Dgrfjöllum“ og „Söng perlukafar-
ans“, og munu að forfallalausu framvegis birtast í hverju hefti
teikningar eftir hana, i sambandi við efni ritsins.
Að svo mæltu óskar Eimreiðin öllum lesendum sínum árs.
og friðar.
Forsíðulitmyndin: Hengifoss í Fljótsdal.
Hengifoss er í Hengifossá í Fljótsdal. Áin er skammt fyrir
innan Lagarfljótsbotn og rennur í Jökulsá í Fljótsdal. Foss-
inn er 110 metra hár og því einhver hæsti foss á landinu.
Fossinn sýnist ekki ýkjahár á myndinni, þar sem hún er
tekin úr nokkurri fjarlægð frá honum og vegna þess, að hann
hverfur ofan í snjóskafl, sem byrgir hann að nokkru. Vegna
þess að myndin er tekin úr melnum alllangt fyrir neðan foss-
inn, sýnist nípan til vinstri á myndinni hærri en sjálf foss-
brúnin, en er í reyndinni nokkru lægri, enda er lækurinn,
sem klofnar um nípuna, aðeins ein kvíslin úr Hengifossá.