Eimreiðin - 01.01.1941, Síða 18
EIMREIÐIN
Við þjóðveginn.
9. marz 1941.
í vikuritið Spectator frá 20. septeinber 1940 reit Snæbjörn
Jónsson, bóksali í Reykjavík og fréttaritari téðs blaðs, grein
um ísland og ófriðinn, sem inikla athygli hefur
ísland og vaivið hér heima á íslandi. Greinin er eins konar
ófriðurinn. fréttabréf og yfirlitskafli um ástand og horfur á
íslandi, eftir að brezka setuliðið gekk hér á land
10. mai 1940, og hefur nú höfundurinn gefið greinina út sér-
prentaða bæði á ensku og íslenzku, með formála p. p. í grein
þessari er á einum stað á það bent, að fyrrum dómsmálaráð-
lierra íslands hafi lýst yfir þvi opinberlega, „að einungis af
Bretlandi gætum vér vænzt verndar i framtiðinni, eins og það
hefði líka á liðnuni tíma veitt þá einu vernd, sem saga íslands
hefði af að segja (nefnilega i Napóleonsstyrjöldinni og i
heimsstyrjöldinni 1914—1918) “. Og svo bætir höf. við: „Að
efni til hefur nýlega verið lögð áherzla á hið sama í ársfjórð-
ungsritinu Eimreiðinni.“
Nú er mér allsendis ókunnugt um, hverju „fyrrum dóms-
málaráðherra íslands“ kann að hafa lýst yfir um þessi mál.
En þar sein ég hef orðið þess var, að nokkurs misskilnings
hafi gætt um það, hvað Eimreiðin hafi í raun og veru lagt til
þessara mála, sem vitnað sé í af höfundi þessarar Spectator-
greinar, þá er rétt að staðfæra betur þá einu heimild, sem hér
getur verið um að ræða, en það er kafli úr greinaflokki mín-
um „Við þjóðveginn" frá 17. júní f. á„ þar sem rætt er um
hina nýju stöðu íshmds með komu brezka setuliðsins og brezka
vernd á höfum úti fyrir Islendinga á styrjaldarthnum. Þenna
kafla er að finna i 2. hefti Eimreiðarinnar 1940, 114. bls.
Hlutleysi er nú af mörgum talin nauðsynleg dyggð í fari ís-
lendinga á vorum dögum, þó að ekki þætti hún sigurvænleg á
söguöld hér á landi. En hlutleysið má þó ekki gera oss blinda
á staðreyndir. Og þegar því er haldið fram, að „vegna legu
lands vors séu það Bretar einir — eins og nú er ástatt — og
svo Bandaríkjamenn, sem hafi aðstöðu til að veita oss það
brautargengi, sem oss sé lífsnauðsyn til þess að geta lifað efna-