Eimreiðin - 01.01.1941, Síða 21
eimheiðin
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
7
efni þessara skrifa Berlins mun liafa verið grein um samband
Islands og Danmerkur eftir 1. dezember 1918, sem próf. Einar
Arnórsson reit í Eimreiðina, árg. 1924, og þýdd hafði verið á
dönsku. Til frekari áréttingar grein minni ritaði svo Bjarni
Jónsson frá Vogi í næsta hefti Eimreiðarinnar grein, þar sem
hann vítti andvaraleysi það, sem honum fannst gæta í fari vor
Islendinga um að framfylgja rétti vorum
Síðustu ummæli samkvæmt sambandssáttmálanum. Þetta var
Bjarna frá Vogi siðasta grein þessa árvakra forvígismanns,
í fullveldis- og greininni lauk hann með þessuin orðum:
málunum. „Mun eigi þurfa glöggva menn til þess að
sjá, að nú á tímum á sjálfstæðisstefnan mest-
an rétt á sér, því að nú er oss einkum þörf á góðum landvarnar-
mönnnm.“ Þessi siðustu orð Bjarna heitins frá Vogi um full-
veldismálin hafa mér oft komið í hug síðan, bæði í sambandi
við fullveldið út á við, innanlandsdeilur undanfarinna ára og
hættur þær, sem af þeim hafa stafað. Oss ætti að vera orðið
það Ijóst nú, að sjálfstæðisbaráttan er ekki lengur fyrst og
fremst barátta við erlent ríki, sem hefur þegar viðurkennt með
samningi full landsréttindi vor og er auk þess um tima alger-
lega úr öllu sambandi við land vort og þjóð. Baráttan er um
það, hvort íslenzka þjóðin er sjálf nægilega þroskuð, nægilega
gagnrýnin á kosti sína og bresti, nægilega viljasterk til að bæta
brestina og skapa nú loks þá öflugu ríkisheild hins islenzka
ættstofns, sem hún hefur öldum saman þráð. Sú sköpunartil-
raun getur ekki orðið af öðrum reynd með fullum árangri en
oss sjálfum. Orð Bjarna frá Vogi eru sígild, eiga ætíð við og þó
aldrei fremur en nú, þvi að þrátt fyrir þá hringiðu ófriðarins,
sem vér erum nú i, þar sem utanaðkomandi öfl geta ef til vill
niiklu ráðið, þá er þó framtið lands og þjóðar meira komin
undir því, hve góðir landvarnarmenn vér sjálfir reynumst,
en undir nokkru öðru.