Eimreiðin - 01.01.1941, Síða 24
10
HAGKEHFI OG STJÓRNSKIPULAG
EIMREIÐIN
livolft, að vera háð milli einræðis og kapítalisma annars vegar,
en lýðræðis og sósialisma hins vegar.
En er þessu nú svona varið? Er núverandi hagkerfi, — auð-
valdsskipulagið, sem sumir kalla, — Þrándur í götu lýðræðis-
hugsjónarinnar og þeirra mannréttinda, sem henni eru tengd,
svo sem ritfrelsis, málfrelsis o. s. frv., og er endurskipulagn-
ing þjóðfélagsins á sósíalistiskum grundvelli líkleg til þess að
tryggja betur varðveizlu þessara réttinda en núverandi þjóð-
skipulag? Áður en lengra er haldið, mætti e. t. v. minna les-
endur Eimreiðarinnar á það, að fyrir rúmum tíu árum
skrifuðu nokkrir helztu leiðtogar hinna þáverandi stjórnmála-
flokka á íslandi sína greinina hver i tímaritið, þar sem þeir
skýrðu liver um sig stjórnmálaviðhorf síns flokks og grund-
vallarstefnuskráratriði. Fyrir hönd Ihaldsflokksins þáverandi
skrifaði Jón Þorláksson mjög eftirtektarverða grein, þar sem
hann lýsti þeim skoðanamun í þjóðfélagsmálum, er að hans
áliti lá öðru fremur til grundvallar flokkaskiptingunni. Sam-
kvæmt hans skoðun bar fyrst og fremst að skipta stjórnmála-
flokkunum eftir því, hvað langt þeir vilja ganga í því að efla
ríkisvaldið, en sleppa aftur á móti hinni eldri skilgreiningu í
„hægri“ menn og „vinstri", þar sein aldrei hefði verið á það
bent, eftir hverju ætti að skipta stjórnmálaflokkunum þannig
í „hægri“ og „vinstri“. Frjálslyndastir allra stjórnmálaflokka
voru þannig, að áliti ,1. Þ„ anarkistar, en samkvæmt þeirra
slcoðun skyldi ríkisvaldið afnumið með öllu og öll viðfangs-
efni hins opinbera leyst á grundvelli frjálsra samtaka. Næstir
anarkistum stóðu ihaldssamir borgaraflokkar, sem að vísu
óskuðu eftir ríkisvaldi nægilega öflugu til þess að halda uppi
lögum og rétti í landinu, en töldu líka, að þar með væri starf-
svið opinberrar starfsemi afmarkað að mestu, og að þvi er
snerti atvinnu og viðskiptalíf skyldi hið opinbera hafa sem
minnst afskipti. Næstir íhaldssömum borgaraflokkum komu
svo hinir „vinstri“, eða róttækir horgaraflokkar, sem vilja
meira eða minna öflugt eftirlit hins opinbera með atvinnu-
rekstri einstaklinga á sem flestum sviðum, en óska ekki eftir
heinum ríkisrekstri atvinnufyrirtækjanna. Stjórnlyndastir
allra flokka eru svo sósíalistar og kommúnistar, sem vilja
fullkominn ríkisrekstur allra þýðingarmeiri atvinnufyrirtækja.