Eimreiðin - 01.01.1941, Page 27
eimreiðin
HAGKERFI OG STJÓRNSKIPULAG
13
inberum i’ekstri í einhverri inynd. Hið opinbera verður þá að
taka allar ákvarðanir um það, á hvern hátt nota skuli fram-
leiðslutækin, á sama hátt og einstakir eigendur þeirra tóku
þessar ákvarðanir áður. Með þessu, segja sósíalistar, hefur
verið komið á lýðræði í atvinnumálum. En hvernig á nú hið
opinbera að framkvæma slíkan rekstur atvinnufyrirtækjanna?
t>að ætti að liggja í augum uppi, að á lýðræðisgrundvelli verð-
ur hann ekki framkvæmdur. Löggjafarþingið mundi vera al-
gerlega ófært um að taka allar einstakar ákvarðanir viðvíkj-
andi einhverjum ákveðnum atvinnurekstri. Það hefur líka sýnt
sig, að þegar hið opinbera hefur tekið einhvern atvinnurekst-
ur í sínar hendur, þá hafa allar ákvarðanir viðvíkjandi ein-
stökum atriðum, er þann atvinnurekstur snerta, verið teknar
úr höndum hinna þjóðkjörnu löggjafa og lagðar á vald þar til
skipaðra manna, er síðan taka þessar ákvarðanir „diktator-
iskt“ eftir eigin höfði. Þetta er óhjákvæmilegt, blátt áfram af
því, að engu almennu samkomulagi er hægt að ná í einstök-
um atriðum varðandi það, hvernig atvinnurekstrinum skuli
háttað. Hugsum okkur t. d., að alþingi ætti að semja strand-
ferðaáætlun fyrir „Súðina“. Slílvt væri óframlcvæmanlegt af
þeirri einföldu ástæðu, að þingmenn mundu liklega hafa hver
sina skoðun á því, hve margar viðkomur hún ætti að hafa í
hverri höfn. Enn þá óframkvæmanlegra mundi slíkt lýðræði í
ahnnnumálunum verða, eftir því sem atvinnurekstur hins opin-
bera yrði víðtækari. Það er allt annað að láta löggjafarjiingið
taka ákvörðun um það, hvort einhver verknaður t. d. skuli
skoðast refsiverður, en t. d. það atriði, hve mikið væntan-
leg landsverzlun eigi að flytja inn af kaffi eða sykri, hvort
leyfa skuli t. d. innflutning á ávöxtum og hve mikið af hverri
tegund o. s. frv. En allar slíkar ákvarðanir yrði jiingið að taka,
ef allur þýðingarmeiri atvinnurekstur væri í höndum ríkisins
og taka ætti ákvarðanir um tilhögun hans á lýðræðisgrundvelli.
Til þess að ríkisrekstur atvinnufyrirtækjanna ætti ekki að
lenda í handaskolum, yrði því að fela tiltölulega fáum mönn-
um að taka allar ákvarðanir í þessum efnum eftir eigin geð-
þótta. Og það væri ekki nóg að fela hverri nefnd sitt, er störf-
uðu hver annarri óháðar, að liafa með höndum framkvæmdir
á sviði einstakra atvinnugreina. Einhverja allsherjaráætlun