Eimreiðin - 01.01.1941, Page 32
18
DYRFJOLL
EIMREIÐIN
fjöllin vcilda í furðumyndum. —
Og fögnuður gagntekur líf og sál.
Draumaveröld og dvergasmíði,
jafn dularfull, þó að tímar líði,
með óræðar gátur elds og nauða,
um almátt sköpunar, djúpan grun!
Þau fögru lofa og fegurð geyma,
fjöllin á landmörkum tveggja heima,
sem leiktjald á milli lífs og dauða
með lyngilm og fjarlægra vatna dun.
Hefurðu séð þau á heiðmyrkurnóttu
hækka brúnir um Ijósa óttu
upp úr skolhvítu skýjahafi
i skínandi safírblámadýrð?
Sem eilífðarþrá til himins hefjast,
í hjúpi árroðans tindar vefjast,
fótskörin hulin hvítu trafi,
hásætiskórónan logum skírð.
Horfa þau yfir höf og strendur,
hæðir, engjar og víðilendur
frá austurheiðum til Hlíðarfjalla,
Hérað laugað í sól og blæ. —
Þótt herðar bogni og hárið gráni,
hugur yngist og loftin bláni,
þið standið af ykkur strauma alla
og stórviðrabylgjur á tímans sæ.
Þótt mannlegt líf sé á vonarveli
og vandamál þess á fleygihveli,
þau bifast ekki, en bjóða öllu
byrginn, sem jafnan áður fyr.