Eimreiðin - 01.01.1941, Page 33
eimreiðin
DYRFJOLL
19
Þau fögru lofa og fögnuð geyma,
fjöllin á mótum tveggja heima. —
Leiðin í bjarta lífsins höllu
liggur í gegnum þröngar dyr.
Dyrfjöll eiga sér engan líka
um auðgi mynda og liti ríka,
cinstæð að formi. Enginn gleymir
þeim undrum — og naumast skynjað fær
það afl, er meitlaði bergið blcia
og byggði súlur og turna háa.
Hugann sundlcir, en 'hjartcið dreymir
þá hásnilld, er slikum tökum nær.
Séð hef ég þau í rauðu rökkri,
reifuð sæblámans hulu dökkri,
sveipuð glitbleikri sólskinsmóðu,
sindrandi miðsvetrarsnævi klædd,
séð þau dyljast í svörtu skýi —
hin svimliáu, bröttu klettavígi,
stundum léttbrýn í logni hljóðu,
—• en Ijósvakans töfrum ávallt gædd.
Þau heita fögru og fegurð geyma,
fjöllin á landmörkum tveggja heima
með auðlegð dulrænna undramynda
og aðalsliti við hvolfin tær. —-
Þið standið af ykkur storma alla,
stafnbúar meðal íslcinds fjalla,
á meðan álfröðull merlar tinda
og máninn geislum á fannir slær.
Þóroddur Guðmundsson