Eimreiðin - 01.01.1941, Qupperneq 36
22
ÍSL.AND 1940
EIMREIÐIN
Iiornræktin heppnaðist ekki vel vegna kuldanna. Bygg
varð þó fullþroska á Sámsstöðum, en hafrar náðu ekki út-
sæðisþroska.
Yiðskiptin. Fyrri hluta ársins horfði að ýmsu leyti óvænlega
um viðskipti vor út á við. Vörur fengust ekki aðfluttar nema
gegn staðgreiðslu vegna stríðsástandsins, og jukust af þeirri
ástæðu lausaskuldir hjá viðskiptabönkum vorum erlendis í
byrjun ársins. Eftir hernám Danmerkur og Noregs lokuðust
aðalleiðir viðskipta vorra. Og eftir hernám Islands sjálfs áttum
vér allt undir því, hversu Bretar mundu við snúast. Má þó
segja, að engar hrakspár um þetta rættust. Bretar gerðu samn-
inga um kaup á væntanlegum síldarafurðum, er tryggðu það,
að unnt yrði að gera út á síld, enda þótt aðalmarkaðurinn
fyrir saltsíldina væri lokaður. Þá voru og ekki lagðar neinar
beinar hömlur á viðskipti vor vestur um haf eða við Spán og
Portúgal að öðru leyti en því, að noldcur tregða reyndist á að fá
brezkan gjaldeyri yfirfærðan til kaupa annars staðar en á Bret-
landi. Leiddi þetta þó ekki af sér neinn skort á aðalnauðsynja-
vörum. Að magninu til varð þó innflutningur á erlendum vörum
minni en árið áður, þótt hann yrði hærri i krónum. Voru það
einkum byggingavörur, tilbúinn áburður, salt o. fl„ sem minna
var flutt inn af.
Verzlunarjöfnuðurinn síðustu árin hefur orðið þessi:
Útflutt fyrii' kr.:
Innflutt fjTÍr kr.:
Árið 1940: 72 317 000
— 1939: 64163 000
— 1938: 50 479 000
132 908 000 (bráðab.tölur)
70 530 000 (Verzl.skýrsl.)
58 607 000 (Verzl.skýrsl.)
Þessi eindæma hagstæði verzlunarjöfnuður árið 1940 stafaði
að langmestu leyti af ísfiskssölunni, sem reiknaðist til útflutn-
ings á 57 millj. ísl. kr. að frádregnum kostnaði við flutning á
markaðinn, sem íslenzk skip önnuðust þó að mestu. Þegar þess
er og gætt, að brezka setuliðið keypti hér fyrir um 22 millj.
isl. króna, verður skiljanlegt, að í stað lausaskulda íslenzkra
hanka erlendis, er í janúar 1940 komust upp í 540 000 sterl.pd.,
hafði í ársbyrjun 1941 skapazt inneign, er að frádregnum
ógreiddum lausaskuldum nam 2 290 000 sterl.pd. Raunverulega
er þessi inneign vor lijá Bretum innifrosin nema að því leyti,