Eimreiðin - 01.01.1941, Side 37
eisireiðin
ÍSLAND 1940
23
er vér kunnum að geta keypt fyrir hana brezkar vörur og
grynnt á skuldum í Bretlandi. Þó er því nú nýlega lofað, að
eitthvað af pundum fáist yfirfært í dollara til kaupa á nauð-
synlegustu vörum vestan um haf, er oss kann að skorta fé
fyrir.
A tímum gjaldeyrisskortsins voru bankarnir skyldaðir til að
kaupa allan gjaldeyri, er íslenzkir útflytjendur eignuðust er-
lendis, og skila þeim andvirðinu í ísl. krónum hér heima á
akveðnu stöðugu verði sterlingspunds. En þegar pundið í
stríðsbyrjun fór að lækka, sáu bankarnir við hættunni, losuðu
sig við hið ákveðna pundsgengi, sem þá var kr. 27.00, og bundu
sig við Bandaríkjadollara (á kr.6,52). Þannig komst sterl.pundið
niður fyrir 21 kr. í júníbyrjun 1940. Hverjir sem það nú voru,
sem þá heimtuðu, að íslenzkt gengi á pundinu yrði fest, þá er
nú ljóst, að jafnhliða þeirri festingu hefði verið nauðsynlegt
að losa íslenzku bankana við þá kvöð að kaupa meira en þeir
þurftu af brezkum gjaldeyri og festa pundið á ekki hærra
verði en 20 krónur (þ. e. shilling á móti krónu). Hefði þetta
verið gert, þá hefði krónan staðið nær sannvirði sínu og allir
til lengdar unað því bezt, að haldið yrði sem fastast við lögin
frá 4. apríl 1939 um að bæta laun alls starfsfólks sameiginlega
°g sanngjarnlega eftir breyttum ástæðum. En það slys henti,
að eigi aðeins var hinni ótakmörkuðu gjaldeyriskaupakvöð
hankanna haldið fastri, þótt ástæður fyrir henni væru niður
íallnar, heldur var og pundið í júnimánuði fært upp í kr. 26.22
°g krónan þannig lækkuð gagnvart því. Leiddi fljótt af þessu
aukna fjárþenslu og verðbólgu og svo ltauphækkanir frarn yfir
dýrtíðarþörf, sem vegna vöruskorts sýnast ekki munu bæta
kjör inanna, heldur hverfa í enn hækkað vöruverð og sam-
svarandi lækkað kaupmagn krónunnar. Þar sem vér stóðum
riestum þjóðum betur að vigi að halda uppi gjaldeyri vorum,
var leitt, að vér skyldum lenda á gengislækkunarbrautinni, svo
óheppileg sem hún er fyrir alla peningaveltu og lánsstarfsemi í
landinu.
Siglingar og samgöngur. Þegar óhægjast tók um venjulegar
siglingar og viðskipti vegna stríðsins, tók Eimskipafélagið upp
siglingar til Ameríku með fjórum skipa sinna. Eftir hernám
Danmerkur lokaðist leiðin þangað, og tepptist e/s Gullfoss í