Eimreiðin - 01.01.1941, Qupperneq 45
EIMREIÐIN
FASrHELDNI
31
Landbændur geymdu smjör og hey og héldu fast um, en létu
þó laust, þegar neyðin svarf að. Það er létt verk og löðurmann-
legt að hreykja flökkurum og húsgangsletilýð, sem aldrei
nenntu að vinna handarvik, upp fyrir forsjármenn, sem unnu
nytjastörf og spöruðu verðmæti, voru bjargvættir og hjálpar-
hellur. Þeir voru jafnnauðsynlegir á athafnasviðinu sem varð-
veizlumenn andlegra verðmæta voru á sviði þjóðfræða. Forn-
hýlu mennirnir voru að vísu gæzlumenn, varðveizlumenn
fremur en frumherjar. Það er ekki furðulegt. Þeir voru þess
fullvissir, að þeirra staða var varnaraðstaða, fremur en sóknar,
vissu, að íslenzkur hóndi þarf að vera í nokkurs konar skjald-
horg fremur en á leikvangi. Páll hóndi og skáld (lögmaður)
1 Víðidalstungu leit eftir þrifum sauðfjár sins og lét taka frá
L1 að mismuna þær kindur, sem drógust aftur úr. En jafn-
framt samdi hann skýringar yfir fornyrði lögbókar. Hann mun
ekki hafa úthýst landshornalýð, sem leitaði gistingar í garði
hans. En geta má nærri, hvort hann mundi hafa lagt lófagull
1 betlilúku Sölva Helgasonar, til þess að kosta hann til utan-
farar — til gullgerðarnáms!
Tunga vor er eigi vanefnuð, þegar hún skilgreinir þá kosti,
Se«i haldið er á lofti í þessari ritgerð: árvakur, fornbýll, bú-
stólpi, fyrningamaður, geyminn, féfastur, forsjáll, varkár,
gætinn, aðsjáll, féfastur, úrlausnamaður o. s. frv. A hinn bóginn
eru virðuleg nöfn valin þeirri tryggð, sem heldur um hugðar-
málefnin: spök er hún að viti, langminnug og sannfróð, djúp-
skygn og háfleyg, minnug á forn vísindi, framsýn og framvís og
bjúpúðg, ófresk og veit lengra en nef hennar nær.
Þegar Tómas Carlyle, enski ritsnillingurinn, hafði lokið við
s°gu stjórnarbyltingarinnar frönsku, gerði eldabuska hans
S1g seka um þá skissu að grípa til handritsins og kveikja eld
Vl® það. Carlyle varð að endursemja söguna, og er haft eftir
honum, að sú heimsfræga saga, sem prentuð er, sé hvergi níerri
jafnoki hinnar, sem varð að fölskva.
Ljósvetnska gull-brúðurin var eigi svo örfhend sem þerna
Carlyles, hún var eigi svo hirðulaus um handrit að hafa það
til eldkveikju. Hún var svo vel gerð, að hún átti hugðarmál.
Hörður Hólmverjakappi nefndi svo þau málefni, sem nú eru
kölluð hjartans mál.