Eimreiðin - 01.01.1941, Page 46
32
FASTHELDNI
EIMREIÐIX
Thor Thors alþingismaður kom i ferð sinni um Vesturheim
í gamalmennahæli Vestur-íslendinga. Þar hitti hann blindan
öldung, og tókust þeir í hendur að lokinni ræðu komumannsins.
Blindi maðurinn varð allur á lofti af fögnuði yfir því óvænta
happi að fá tækifæri til að þreifa á slíkuin aufúsugesti. Ræða
þeirra kom þar niður, hvort öldungnum væri eigi þungbær
hlindan. Hann svaraði á þá leið, að hún kæmi ekki að sök,
þegar hann gæti farið höndum um og talað við mann að heim-
an frá íslandi, því að ættjörðina og fulltrúa hennar sæi hann
með hjartanu.
Það er í frásögur fært, að eitt sinn var borinn á bálköst
kristinn maður, af þvi að hann fékst eigi til að afneita meist-
ara sínum. Hann gekk í dauðann með þá játningu á vörum,
að hann bæri guðsríki i hjartanu. Þeir menn, sem dómfelldu
píslarvottinn, biðu, þar til er eldurinn var búinn að vinna á
guðsbarninu, og rótuðu öskunni, þegar fölsk\ánn leyfði. Þar
fundu þeir hjarta hugrakka mannsins óbrunnið. Þá hlógu þeir
og mæltu milli sín: „Kryfjum nú hjartað og sjáum til, hvort vér
finnum þar guðsríki." Þeir létu eggjárn skera úr þessu máli,
— og guðsríki fannst ekki í hjartanu. Þeir fögnuðu þessari
niðurstöðu og gengu þaðan sigri hrósandi.
Ef til vill er þessi saga skáldskapur, þvi að skáld geta mat-
reitt mannshjörtu á marga lund.
En sumar þúsund blaðsíðna skáldsögur hafa ekki til brunns
að bera neina málsgrein, sem jafnast á við setningu blinda
öldungsins í elliheimili Nýja-íslands. Og mörg þríþætt eða
fimmföld leikrit hal'a alls ekki á að skipa atriðum, sem kom-
ast til jafns við þá látlausu framkomu, sem gullbrúðhjónin
vestra inntu af höndum með þvi að leggja á borð með sér ræð-
una, sem haldin var yfir þeim að Ljósavatni, þegar þau tókust
í hendur og hétu hvort öðru að verða ævifélagar. Fastheldni
þeirra hefur ekki verið vélræn. Engin orð eru eftir þeim höfð.
Þau hafa ekki borið hjartað á vörunum, heldur hafa þau haft
varirnar í lijartanu og einnig augun.