Eimreiðin - 01.01.1941, Side 49
EíMREIÐIN
SÍÐASTI KAPÍTULINN
35
Hún segir honum ekki, að kaffið bíði hans, heldur sezt hjá
honum í slægjuna og hvarflar augunum niður í mýri. Það vex
hvítur skegghýjungur i munnvikum hennar, og hún er lítil og
gronn, án brjósta, með ótrúlega mikið af hrukkum í hjarta-
mynduðu andlitinu. Á herðum hennar er mórauður skakki,
°g hún segir:
Ef ég skyldi komast þetta um helgina vestur að Grund,
viltu þá láta skila nokkru?
Segðu ég biðji að heilsa.
— 1 fyrra bauðst hann til að láta heyja fyrir kúnni.
Spyrðu hann, hvað hann hafi fengið fyrir ullina.
Þetta ætti nú ekki að verða honum um megn, kannske,
el blessuð tiðin yrði nokkurn veginn.
O-o, hann leggst í óþurrka. Er þetta ekki bakki í vestr-
inu?
Hann er skafheiðrikur.
— • •. Þú getur sagt honum, að sjónin sé heldur lakari.
' Ég er nú lika farin að láta undan, Eyjólfur minn.
' Segðu honum, að þii sért farin að lýjast, Sigríður mín.
' Við ættum þó alltént að geta heyjað fyrir kindunum.
— Hver er að tala um, að við getum ekki heyjað fvrir kú?
~~ Eg segi nú bara sísona.
Hundurinn kemur lötrandi til þessara gömlu hjóna, leggst
Ham á lappir sínar í sundinu á milli þeirra, dillar skottinu
°g er sofnaður. Konan heldur að sér höndum, japlar tann-
biusum munninum og hefur gleymt kaffinu. Bóndinn byrjar
að raula, en raul hans deyr í miðjum klíðum eins og önnur
n°ta, sem snert var i ógáti. Og það er sultardropi á nefinu á
beim, sem þau strjúka burt með blökkum handarbökum. En
aiarierlan í skáranum vippar stélinu, lítur sem snögg\rast á
sofandi hundinn og er flogin ásamt sólskrikjunni út í móa
að veiða fiðrildi. Siðan tekur bóndinn aftur til máls:
Það þarf svo sem engin ósköp fyrir eina belju og
nokkrar ær.
Ónei, segir konan, ekki skil ég nú það.
~~ Og aldrei hefur hún brugðizt, vetrarbeitin hérna niðri
1 flóunum, segir bóndinn.
— Og mjólkurgæf er hún, störin úr mýrinni, anzar konan.