Eimreiðin - 01.01.1941, Page 51
EIMREIÐIN
SÍÐASTI KAPÍTULINN
37
slikum nrfi til sonarins, sem hélt búskapnum áfram á óðali
foreldranna.
— O, maður leikur sér þetta, meðan maður er ungur, segir
konan.
'— En svo hrundi húsið. Og það var bara litli torfbærinn,
sem hélt áfram að standa undir Fellinu. Og úti í pælunum
stóð einn gigtveikur maður með vesælan ristuspaða og komst
;'ldrei almennilega lir skuldum. Og það var enginn garður og
ekkert tré.
— Og þó, segir konan. Sumt fólk er samgróið jörðinni
sinni eins og jurtir túnsins. Og ef það yrði einhvern daginn
t;ika saman föggur sínar og flytjast hurt, er ekkert líklegra
en það legði sig bara fyrir til að deyja.
~~ Ef þú skyldir hitta hann, segir bóndinn, þá þarftu svo
Sem ekki að skila neinu frá mér.
Og hægt og hægt hnigur sólin að brúnum vesturfjallanna.
Eömlu hjónin halda áfram að sitja í slægjunni neðan við hlað-
brekkuna og tala sínu máli. Að baki þeim er bærinn með vind-
grau þili, sem hallast fram yfir sig, eins og tilbúið að hrynja
mður á stéttina, þegar hver vill. Ókunnar kindur standa i kál-
garðinum, kýrin á bólinu og baular. Og þau staulast á fætur
°g rölta heiin að bænum með svartan hund á milli sín.
En skugginn teygir arma sina upp eftir mýrinni. Bráðum
nær hann í Fellið og slekkur síðasta geislann. á ásjónu dalsins.
Sumarið er liðið. Komið haust.
óg í litlu túni, þar sem villijurtin er að nema sér land að
nyju, stendur steinn, þar sem þreyttum ferðamanni er gott að
lylla sér og horfa um stund heim að lágreistum torfbæ með
''indgráu þili og álútu. Yfir þekjunni svífur andi auðnarinnar.
l-ngan reyk leggur þar upp úr strompi.
En Fellið minnir á upphafið andlit, sem ljómar í geislum
solarinnar, og einhvers staðar úti í vindum dagsins tæpir söng-
Ingl á tónum.