Eimreiðin - 01.01.1941, Page 52
EIMREIÐIN
Nýfundnaland og fjárhagshrun þess.
Eftir Steingrim Matthiasson.
[Nýfundnaland (sem er skammstafað Nfland i eftirfarandi grein) er
110 670 ferkilómetrar með 290 þúsund ibúum. Undir það heyrir lijálendan
Lalirador, 310 000 ferkilómetrar með 5000 ihúum. Nfland var sjálfstætt
sambandsland (Dominion) i Bretaveldi (eins og Kanada), þar til er það
1933 afsalaði sér sjálfstæðinu í liendur Englendinguin út úr fjárkröggum.]
Svo niá heita, að öll byggð Nflands sé í smáþorpum við
sjóinn, en allt miðbik landsins óbyggðir einar: skógar og
mýrar. Höfuðstaðurinn St. Jolms er nokkru stærri en Reykja-
vík (40 000 íb.), en er þó hálfu minni tiltölulega, ef miðað er
við fólksfjölda í landinu. Höfuðstaðurinn er i suðausturhorni
landsins, og þaðan liggja allar samgöngur á landi og sjó. Þaðan
liggur t. d. mikil járnbraut um austfirði og norðurland innan
fjarðarbotnanna og beygir siðan til suðurs meðfram vestur-
ströndinni og endar í litlu sjávarþorpi, Port au Basque, á suð-
vesturhorni landsins. Brautin fylgir að sjálfsögðu byggðinni
við strendurnar, en inni í miðju landi voru óbyggðir einar.
Ef nefna skal helztu staðina, þar sem arðvænleg framleiðsla
er rekin, þá eru þeir þessir: Járnnáma mikil er skammt fyrir
vestan St. Johns, skógarhögg og pappírsverksmiðjur norðan-
lands og vestan, koparnáma norðanlands, zink- og tinnáma
uppi í óbyggð og kolanáma suðvestantil. Þegar hér við bætist,
að kringum land allt er fjöldi fiskiþorpa við voga og víkur
og einstaka stærri kauptún, að ógleymdum hinum fiskirika
sjó kringum landið, þá er upptalið allt það merkilegasta, sem
snertir atvinnulíf Nflands.
Loftslagið á Nflandi er mildara en i Kanada, svo að vetur-
inn er ekki eins frostamikill, en sumarið er rakameira og
sólarhitinn aldrei óþægilega mikill. Sumarið er því mjög rómað
fyrir blíðviðri. Þó eru áraskipti að þessu og stundum rign-
ingasamt. Svo er talið, að í St. Johns séu að meðaltali 280 úr-
komudagar á árinu, en aðgætandi, að mikið af þeirri úrkomu