Eimreiðin - 01.01.1941, Page 63
EIMREIÐIN
NÝFUNDNALAND OG FJÁRHAGSHRUN ÞESS
49
^að má geta nærri, að landið hefur fyrir útflutninginn misst
marga efnilega sonu og dætur, sem ella kynnu að hafa orðið
mJog að liði heima. En hér var sama neyðarúrræðið og á ís-
landi hér á árunum: fara af landi burt cða sitja kyrr og svelta
°g verða aumingi.
Það er í ýmsum ritum rómað mjög, hve Nflendingar hafa
leJnzt vel meðal innflytjenda í Kanada og Bandaríkjunum,
°g þeir eru kunnir fyrir, hve vel þeir halda hóp sem sérstakt
Pjoðerni og hve drengilega þeir lijálpa nauðstöddum ættingj-
Urn heima á Nflandi. Hér er líkt farið um vesturflutta Nflend-
lnga þvi, sem við þekkjum svo vel um Vestur-íslendinga. Bæði
1 joðarbrotin hafa sömu sögu að segja. Það var fátækt og sultar-
|if. sem flæmdi báða frá ættjörð sinni. Heima virtust öll sund
vUð, allur kjarkur að þverra og ekkert nema vesöld og
auðinn fram undan. Það má vafalitið heimfæra sömu orðin
UPP á vesturfara frá Nflandi og þau, sem Einar H. Ivvaran
a oi um islenzka innflytjendur í fyrirlestri, er hann hélt í
eykjavík 1895. Þau voru þessi: „Vitaskuld hefur ekki allfátt
farið vestur af mönnum, sem að sjálfsögðu hefðu verið sómi
sinnar þjóðar, hvar sem þeir hefðu verið. En samt er mér óhætt
að fullyrða, að meginþorri vesturflutta fólksins mundi hafa
'erið talinn lalcara miðlungsfólk og tiltölulega mikill hluti
þess hreinir og beinir ræflar.“
Það er vert að gefa þessum orðum gaum, því að þau eru sönn,
°g þau sýna, hve varhugavert er að dæma manngildi fátækl-
lnga eftir útliti, þegar þeir eru veiklaðir af hungri og af-
skræmdir af illri aðbúð og töturlegum klæðnaði. Orðin eiga
emnig og sérstaklega erindi til þeirra, sem fleipra hátt um
^firburði arianna. Oft er flagð í fögru skinni. Gulir menn og
akkir hafa eitt sinn verið toppur mannkynsins á sínum tíma.
eu' tímar geta komið aftur, og fleiri kyn manna kunna seinna
að eiga sina blómaöld. Það væri gaman að geta látið gula,
•auða og blakka þjóðflokka fá um nokkuð langa hríð að njóta
goðrar aðbúðar, hafa nóg i sig og á og mega læra til allra
Bargráða engu síður en þeim skástu hvítu hefur staðið til
°ða. Það mun lítið vafamál, að þeir mundu brátt nálgast þá
'1 u að öllum manndómi og góðum mannspörtum.
‘^lþýðan er illa menntuð, en trúhneigð og kirkjurækin.
4