Eimreiðin - 01.01.1941, Síða 64
50
NÝFUNDNALAND OG FJÁRHAGSHRUN ÞESS eimreiðin
Enn þá er víða mikil hjátrú drottnandi, einkum í afskekktum
sjóplássum. Þar er dimmt á vetrum, og spara þarf Ijósmetið.
Svo var. talið til skamms tíma, að % hluti þjóðarinnar væri
ólæs. Menntunarskorturinn er mest að kenna tvennu: 1. Stjórn-
in hefur lítt eða ekki gengizt fyrir skólahaldi, öðruvísi en
styrkja alþýðuskóla, sem kirkjuflokkarnir hafa haldið uppi.
2. Vegna strjálbýlisins með ströndum fram er ógerlegt víða að
ná börnum saman í skóla. Til að bæta úr síðari annmarkanum
hefur stjórnin útbúið járnbrautarskólavagna, sem fara eftir
brautinni og nema staðar ákveðinn tíma í hverju þorpi á veturna.
Hefur þetta komið að góðu gagni, þar sem svo hentar til. Vegna
þess að skólaskyldan var engin að lögum, hefur víða skotizt
undan mikið af börnum, sem enga tilsögn fengu. Kirkjuflokk-
arnir þrir (enskir kirkjumenn, metódistar og katólskir) skipta
landsfólkinu nokkuð jafnt milli sin, eins og fyrr er sagt. Til
metódistanna heyrir voldugur Hjálpræðisher (18 000 manns),
sem er dreifður um borg og bý, fer víða um og vill láta til
sín taka.
Sem dæmi um menningarskort er Jjað enn fremur, að til
skamms tima voru aðeins tvö blöð í landinu, bæði í höfuð-
borginni og lítið lesin lengra burtu. Bæði blöðin voru lengi
annáluð fyrir hnýflingar og hrottalegar skammagreinir milli
ritstjóranna. En til marks um andlegan svefn og doða er jiað,
að nýlega var ekkert bókasafn í landinu og engin bókaútlán
eða lestrarfélög úti um landið. Úr Jiessu hefur nú verið duglega
bætt. Og mikið er gert til að uppfræða fólkið, gamlir skólar
endurbættir, nýir reistir og otað bókum og blöðum að fólkinu.
Þar að auki eru sendir snjallir fyrirlesarar víðs vegar til að
flytja erindi um hitt og þetta, og gleypir alþýðan við þessu.
Vegna fárra og lélegra framhaldsskóla hafa þeir lönguin,
sem geta, sótt til skóla í Kanada eða Bandarikjunum. Það hefur
aftur leitt til þess, að margt af þeim æslculýð hefur fest yndi
og fengið atvinnu í ríkjunum og tapazt Nflandi.
Ekki vantar lækna fremur en aðra lærða menn í St. Johns.
Þar er nóg af Jieim. Þar er svo margt fólk og margir, sem geta
borgað. Þess vegna vilja allir vera Jjar. Því eru þó takmörk
sett, og hefur því læknaösin takmarkazt svo, að hlutfallið ei'
einn læknir fyrir hverja 1500 íbúa. En i strjálbyggðu útkjálk-