Eimreiðin - 01.01.1941, Page 69
eimreiðin
„Ég veit einn íslenzkan skopleikara!“
Eftir Lárus Sigurbjörnsson.
Það var sumarið
1930. Þá var straumur
fólks til Islands úr öll-
um áttum. Forvitnin
knúði flesta til farar-
innar, að sjá þenna
þúsund ára gamla
minjagrip lýðræðis-
ins, og þeir hurfu aft-
Ur út i heim sýn rík-
ari- Átthagaræktin
knúði aðra, en einnig
þeir hurfu aftur til
nyju heimkynnanna í
Ijarlægri álfu heims.
Nauðsyn knúði suma
til hinnar löngu farar.
í*eir voru langfæstir.
heirra á meðal var
uPpflosnaður land-
nemi — frá Holly-
wood.
Áiður i kjallarann i
Iðnó kemur maður í
ijósbrúnum sumarfötum með samlitan, linan hatt á höfði, í
Ijósum sumarskóm, og tottar hann sígarettu i gegnum ákaf-
lega langt munnstykki. Hann hlær oft, þessi maður, i stuttum
lotum, gleðilausum, óstöðugum hlátri. Þess á milli er eins
°g öll framkoma mannsins biðjist afsökunar á hlátrinum.
Hér er lcominn Bjarni Björnsson, kvikmyndaleikari frá
Hollywood. Hann er öllum hnútum kunnugur í kjallaranum.
Hann veit, að yfir miðjan ganginn inn í kompurnar tvær,
Bjarni Björnsson.