Eimreiðin - 01.01.1941, Blaðsíða 70
56
,ÉG VEIT EINN ÍSLENZKAN SKOPLEIKARA!
EIMREIÐIN
sem ætlaðar eru leikurum til
fataskipta og andlitsmálun-
ar, er digur þverbiti, sem
gæti eyðilagt lina hattinn og
rotað eiganda hans, ef hann
dirfðist að ganga uppréttur.
Hann kannaðist við þrepið
ofan i innri kompuna, þar
sem leikarar hafa staðið í
ökla i vatni úr Tjörninni og
l'engið lungnabólgu, á meðan
þeir smurðu farða á vangana.
Hann gjörþekkir meira að
segja leikritið, sem verið er
að sýna ofan þilja. Það er
Fjalla-Eyvindur. Það er
komið fram í fjórða þátt.
Stórhrið öræfanna geisar
efra. Niðri í kjallaranum og
mitt á meðal vor stendur
kvikmyndaleikari frá Hollywood, sem leikið hefur Arngrím
holdsveika í Reykjavik á jólunum 1911. Hann hlær og biðst
afsökunar á ónæðinu.
Bjarni Björnsson i ýmsum útgáfum.
Skopteikningarnar eftir islenzka skop-
teiknarann Charles Thorson, aðstoðar-
mann Walt Disneys i Hollywood.
Þannig skaut Bjarna Bjöimssyni aftur upp á æskustöðvun-
um eftir tólf ára útivist, óvænt og óumbeðið og sennilega i
óþökk þeirra, sem fyllt höfðu sess
hans. Hvað vildi hann nú til Reykja-
víkur, þessi misheppnaði leikari,
sem hafði slegið sér á eftirhermur
og síðan á amerískar kvikmyndir?
Því gat hann ekki verið kyrr vestur í
Amerilvti og látið leiklistina í Iðnó
í friði? Hvaða hlutverk ætlaði hann
að leika hér, þar sem valinn maður
var í hverju rúmi?
Bjarni Björnsson skar sjálfur úr
Bjarni Björnsson sem Egill í þessum brennandi spursmálum.
leikritinu „Manni og konu“.‘ Hann var sem sé kominn til að