Eimreiðin - 01.01.1941, Síða 72
58 „ÉG VEIT EINN ÍSLENZKAN SKOPLEIKARA!“ eimreiðin
grein sinni sem
leikari. Það er þess
vert að veita því
athygli, að fyrsti
sigur Bjarna á eft-
irhermusviðinu er
unninn á kostnað
meðleikara hans í
Leikfélagi Reykja-
víknr veturinn 1911
—1912, og eftir-
hermur hans þá
verða að skoðast
sem andmæli ungs
leikara með nvjum
viðhorfum gegn
drottnandi leikað-
ferðum eldii mann-
anna. Þá var Bjarni nýkominn heim frá námi í Kaupmanna-
höfn, rúmlega tvítugur að aldri. Hann hafði tekið mikinn þátt
í leiklistarstarfi ungra, danskra leikara, sem nefndu félags-
skap sinn „Det lille Casino“ og léku á mánuði hverjum nýtt
leikrit í stóra salnum á „Hotel Kongen af Danmark“. Hann
hafði málað leiktjöld í Dagmar-leikhúsinu, og þar hafði hann
einnig leikið nokkur smá-hlutverk, svo sem fyrirliða vinnu-
mannanna í „Galdra-Lofti“. Fimm ára dvöl í Kaupmanna-
höfn og nærri óslitin kynni af góðri leiklist, ásamt drjúgri
þátttöku í starfi ungra áhugamanna, var nægilegt til að
skapa ungum og framgjörnum manni nýtt viðhorf, þegar
heim var komið, — og andstöðu eldri mannanna. Það fór og á
þann veg, og Bjarni Björnsson beið þess aldrei bætur, hvernig
hann snerist gegn andstöðunni. Honum var boðið eitt gott
hlutverk, þegar hann kom heim, hlutverk bergkóngsins í
„Kinnarhvolssystrum“. Hann lék þar á móti frú Stefaníu Guð-
mundsdóttur og leysti lilutverkið prýðilega af hendi að allra
dómi. Gervi, látæði og rómur bar allt á sér einlcenni góðrar listar,
svo að tilfærð séu orð Ólafs Björnssonar ritstjóra. Einlcanlega
voru leikdómarar sammála um það, að aðrir leilcendur hefðu