Eimreiðin - 01.01.1941, Page 73
eimreiðin
„ÉG VEIT EINN ÍSLENZKAN SKOPLEIKAHA!“
gott af að festa sér í minni
skýrar og góðar áherzlur
hins unga leikara. Hvort
sem þetta hefur fallið ráða-
mönnum Leikfélagsins fyr-
ir brjóst eða ekki, þá var
reyndin sú, að Bjarni fékk
óveruleg hlutverk eftir
þetta, að einu undanskildu,
°g fylgdi þó böggull
skarmnrifi, því að það hlut-
verk, Sherlock Holmes, var
einn vinsælasti leikari fé-
iagsins, Jens B. Waage, ný-
búinn að leika áður við hin-
ar beztu undirtektir. Bjarni
tók þá til sinna ráða og
auglýsti skemmtun upp á
eigin spýtur, þar sem eitt
aðalskemmtiatriðið var
Það, að hann hermdi eftir
öllum helztu mönnum
Leikfélagsins. Hann lék
hlutverkin eins og þeir
böfðu leikið þau — og
hlaut dynjandi lófaklapp
í'yrir. En háðið beit, og upp
irá þeirri stundu var Bjarni
lijörnsson óalandi og ó-
ferjandi í leikfélagi bæjar-
ins, stimplaður hermikráka
°g ekkert annað.
Enginn getur láð Bjarna
Ejörnssyni það, að hann
gekk á lagið og hélt nú
hverja einkaskemmtunina
á fætur annarri við feikna
aðsókn. Hann hermdi eftir
Hjarni Iíjörnsson i essinu sinu.