Eimreiðin - 01.01.1941, Side 74
60
,ÉG VEIT EINN ÍSLENZKAN SKOPLEIKARA!“
EIMREIÐIX
stjórmnálamönnum og
athafnamönnum, hélt
jafnvel heila fundi, þar
sem margir „ræðu-
menn“ áttust við, en
engin skemmtun hans
hefur haft leiksögulega
þýðingu á borð við
fyrsta skemmtikvöld
hans í marz 1912. Eftir-
hermur hafa allajafna
verið vinsæl skemmtun
hér á landi, og þær
koma nokkuð við sögu
á fyrsta stigi leiklistar-
innar hjá oss, þar sem
þær munu hafa verið
tíðkaðar í gömlu
latínuskólunum. Jón
Steingrímsson prófast-
ur segir frá skemmti-
legum skólahnykk, er
gerðist á skóladögum
hans og sýnir, að
Ólafur Stephánsson, síðar stiftamtmaður, var hermikráka með
afbrigðum. Hermdi hann svo vel eftir Bjarna Halldórssyni,
sýslumanni á Þingeyrum, að jafnvel gamall þjónustumaður
sýslumanns lét gabbast. Séra Páll Tómasson í Grímsey lék og
hermdi eftir Guðbrandi Jónssyni, sýslumanni í Feigsdal, meðan
hann var í Bessastaðaskóla, en sýndi síðar á ævinni Bjarna
rektor og fleiri embættismönnum í Reykjavík listir sínar og
hafði þá lengi þjónað sem prestur. Með kveldskemmtun sinni
í marz 1912 tryggði Bjarni Björnsson hermilistinni aftur sæti
í leiklistarsögunni.
Bjarni Björnsson hefur einhvern tíma sagt, að hann hafi
ekki viljað bíða þess, að tækifærin bærust upp i hendurnar á
honum, heldur hafi hann viljað búa tækifærin til sjálfur. í
þessu lýsir sér óþreyja leikarans, sem sjaldnast fékk hlutverk
Bjarni lijörnsson sem rússneskur leyni-
lögreglumaður í Metro-Goldwin-Meyer kvik-
mynd eftir sögu .lules Verne: Umhverfis
jörðina á 80 dögum.