Eimreiðin - 01.01.1941, Page 76
62
,ÉG VEIT EINN ÍSLENZKAN SKOPLEIKARA!'
EIM REIÐIN
Chicago, sem sjálfur Chaplin hafði byrjað hjá. En varia hafði
Bjarni fengið fyrstu smáhlutverkin, er skrifstofum og kvik-
myndatökuhúsunum i Chicago var lokað og allir fluttu sig til
Hollywood. Um sama leyti fóru Bandaríkin í stríðið, og atvinnu-
möguleikar stórversnuðu. Tók Bjarni þá enn að nýju saman
pjönkur sínar, fór til Winnipeg og annarra íslendingabyggða
í Kanada og sýndi listir sínar á einkaskemmtunnm, eins og
hann hafði gert hér heima. A þessu timabili gafst honum þó
kostur þess að eiga samvinnu við frú Stefaníu Guðmunds-
dóltur um sýningar á „Kinnarhvolssystrum" og fleiri sjón-
leikjum í byggðum Islendinga vestan hafs. Lék Bjarni sem
fyrr hlutverk hergkóngsins, og þótti fnrða, að liann, herini-
krákan og gamanvísnasöngvarinn, skyldi leysa það alvarlega
hlutverk jafnvel af hendi. Með mikilli þrautseigju og feikna
sparnaði tókst Bjarna að nurla saman einum 1500 dollurum i
New York, þar sem hann fékk atvinnu sem skrautmálari. Ætlaði
hann nii að nema land i sjálfu ævintýralandi kvikmyndanna,
Ilollywood. Er ekki að orðlengja það, að hann komst brátt
i kynni við leikstjóra nokkurn og fékk mjög sómasamlegt hlut-
verk í leik, sem átti að heita „My old Dutch“ og kostað hafði
100 þúsund dollara, en sá galli fylgdi gjöf Njarðar, að myndin
var aldrei sýnd, hafði eyðilagzt í meðferðinni. Aftur hafði tæki-
færið smogið úr greipum Bjarna, og tóku nú við löng ár og
erfið, stopul atvinna, smáhlutverk við og við, en þegar loksins
tók heldur að rofa til fyrir landnemanuin í ævintýralandinu,
þá kom talmyndin til sögunnar, og erlendu leikararnir í Holly-
wood flosnuðu upp hundruðum saman og þeirra á meðal Bjarni.
Leikarinn, sem vildi skapa sér tækifærin sjálfur, hvarf aftur
heim, og síðan þarf ekki að segja þessa sögu lengri.
— Ég veit einn islenzkan skopleikai'a vestur %áð Kyrrahaf,
sem mundi geta unnið hvaða leikhúsi, sem væri, ógrynni fjár.
En ævin hans líður og hverfur í sandinn. Hann er fæddur og
gæddur sínum gáfum lijá þeirri menningarþjóð Norðurálf-
unnar, sem alein á ekkert föðurland fyrir list og atgervi leik-
arans. — Þannig fórust Einari skáldi Benediktssyni orð um
Bjarna Björnsson. Hér er stutt og laggóð lýsing á misræmi
möguleika og tækifæra, hér er alvarlega sagt til syndanna, og
hér er æ\isögukorn, fært í nærri grát-hroslegan stil.