Eimreiðin - 01.01.1941, Blaðsíða 79
EIMREIÐIN
ÞÓRKATLA Á NÚPI
65
sJa? Jú, sama veginn áfram, þangað til að önnur hæð lokaði
íyrir útsýnið. Balv við hana gnæfðu bláleit fjöll, og ég efaðist
ekkert um, að mennirnir, sem við þau byggju, væru miklir.
Og allt umhverfis heiðin, gamalt hraun, sem nú var að miklu
leyti mosa- og að nokkru grasivaxið, gulgrágrænt flæmi, þar
sem grjóthólar stóðu upp úr gróðrinum á víð og dreif.
En bíðum við! Hvað var þarna á veginum, rétt upp við
næstu hæð? Já, hvað? Ég er nú frekar nærsýnn, eins og þú
Veizt> svo að ég greip til sjónaukans, sem ég hafði hangandi um
°xl, og beindi honum á fyrirbrigðið. Það var ekki um að vill-
ast það stóð kerra þarna á vegarbrúninni, og hestur var á
I*eit skannnt frá götunni.
I’að hlýtur að vera maður einhvers staðar þarna í nánd, hugs-
aði ég og greikkaði sporið. Það er bezt að reyna að ná í hann.
Og rneð þeim ásetningi hraðaði ég ferðinni og hafði jafnframt
auga á kerrunni og klárnum.
En klárinn og kerran voru kyrr, er ég kom að þeim, og þá
fa eg líka mann, sem lá og svaf í mosanum rétt utan við veg-
lnu- Hann var í mórauðum vaðmálsfötum og sauðskinnskóm,
enska húfu yfir andlitinu. Hann hraut hástöfum. Niður
Undan húfunni stóð grár skeggkragi.
Sá, held ég, að sé laglega að slæpast, hugsaði ég með mér,
en vildi þó ekki vekja karlinn, heldur settist niður rétt hjá
honum og þurrkaði svitann af enni mér. í því hneggjaði klár-
lnn, og gamli maðurinn þaut upp með andfælum, neri stírurnar
Ur augunum og leit i kringum sig.
Komdu sæll, sagði ég.
Hann glápti á mig um stund, svo anzaði hann með hrjúfri
Satnalmennisröddu:
~~ Sæll vert þú. Hvaðan ber þig að?
. kom hérna neðan veginn, og svo datt mér í hug að
'ita, hvort þú vaknaðir ekki.
sei, sei, það var annars gott, að þú komst. Ég hef lik-
eSa blundað heldur lengi.
Jæja?
^a- Gamli maðurinn skyggndist til sólar. — Já, það veit
Sa> sem allt veit, að ég er búinn að sofa hér eins og selur í
Ullnnst klukkutíma.