Eimreiðin - 01.01.1941, Blaðsíða 81
EIMREIÐIN
ÞÓRKATLA Á NÚPI
67
— Já, sagði ég.
■—■ Einmitt, sagði hann, — svo að þú befur aldrei heyrt getið
um Núp í Gautsdal?
— Ónei, er það mikil jörð?
-—- Mikil jörð? Biddu fyrir þér. Fimm hundruð hesta tún,
véltækt. Þúsund hesta engjar í meðalári, líka slétt mikið af
Þeim, fyrirtaks útbeit á vetrum, fullt af sauðum. Já, þeir eru
nú ekki orðnir víða, sauðirnir.
'— En mæðiveikin, sagði ég.
■—- Mæðiveiki kemur aldrei i Gautsdal, skaltu vita, sagði
Samli maðurinn með nokkrum ofmetnaði. — Hjá okkur er allt
heilbrigt, menn og fénaður.
En vantar ykkur þá ekki fólk til þess að starfrækja
sv°na mikla jörð?
Sá gamli fussaði í skeggið.
— Fólk, sagði hann hæðnislega. — Nei, karl minn, við höf-
UlU nóg fólk á Núpi, getum fengið meira fólk en við þurfum.
^á, sem einu sinni er þangað kominn, fer helzt ekki þaðan
aftur, enda er ekki ómyndarskapurinn á neinu hjá henni Þór-
hötlu minni.
— Þórkötlu? át ég eftir spyrjandi.
— Já, ég sagði Þórkötlu, það er húsfreyjan á Núpi.
En bóndinn?
—■ Hann er dáinn fyrir nærri fjörutíu úrum, lagsi. Hún Þór-
katla hefur búið þar siðan og búið hetur en nokkur annar,
sem ég hef nokkurn tima þekkt.
Það kom einkennilegur glampi i augu gamla mannsins, er
hann minntist á húsfreyjuna á Núpi. Mig fór að gruna, að
honum væri ekki og hefði ekki lengi verið „sama um hana“,
eins og sumt fólk segir.
~~ Hún hlýtur að vera orðin roskin, liúsfreyjan, sagði ég.
— Við stöndum á sjötugu, stöndum bæði á sjötugu, lagsi,
sagði gamli maðurinn, og það var auðheyrt, að hann var hreyk-
ir>n af þvi að vera jafngamall húsmóður sinni.
— Einmitt, ertu búinn að vera lengi á Núpi?
• Já, ætli þau séu ekki orðin sextíu, árin mín þar, sextíu
1 haust, ég kom þangað tíu ára snáði, var á sveitinni. Pabbi
sálugi drukknaði í henni Gautsá, drengur minn, og við fórum