Eimreiðin - 01.01.1941, Page 82
68
ÞÓRKATLA Á NÚPI
EIMREIÐIN
á vonarvöl. Síðan hef ég verið á Núpi, og það þakka ég guði
fyrir.
—- Já, svo að þessi Þórkatla er mikil búkona?
— Og meira en það, hún er mesta manneskja, sem ég hef
nokkurn tíma kynnzt, og þó eru nú engar liðleskjur i Gauts-
dal yfirleitt, síður en svo.
— Einmitt það, en að hvaða leyti er hún helzt mikil að und-
anteknum búskapnum?
— Að hvaða leyti? tók karlinn upp fyrirlitlega. — Þú hefðir
átt að lenda í því, sem hún hefur orðið að bera, lagsi, og sjá,
hvort þér liefði ekki þótt nóg um. Það befði að minnsta kosti
honum Magnúsi mínum og mér gert.
Við þessa upplýsingu sagði ég karlinum nafn mitt, og tók-
umst við fast og alúðlega í hendur, og pelinn fylgdi á eftir.
— Heyi’ðu, sagði ég, því að forvitni mín var vakin við þess-
ar dularfullu lofræður um húsfreyjuna á Núpi. — Viltu ekki
segja mér þetta allt, eins og það gekk til, alltaf síðan þú komst
að Núpi?
Magnús gamli fékk mér pelann, brosandi yfir allt sitt
hrukkótta andlit. — Jú, heillakarlinn, það get ég svo sem gert.
Ég sá strax, að honum var þetta kærkomið tækifæri til þess
að móta aðdáunina á húsmóður sinni í orðum, en svo leizt
mér á hann, að hann myndi i engu ýkja frásagnir sínar henni
til dýrðar.
Um stund horfði hann út yfir heiðina, eins og hann væri
að taka saman i huga sínuin heildaryfirlit um það, sem hann
ætlaði að segja. Svo tók hann upp pontuna sína, féldc sér
ósvikið í nefið, rétti mér hornið, sem ég gerði lítil skil, og hóf
siðan máls. Stóri-Jarpur lallaði áfram í hægðum sínum, bláu
fjöllin færðust nær, sólin skein, og einhvers staðar úti í mosa-
þembunum heyrðist angurblítt lóukvak.
— Ja, það var nú svona, að Núpsfólkið hefur alltaf verið
eitthvert ríkasta og duglegasta fólkið í Gautsdal. Hann Finnur
heitinn, faðir hennar Þórkötlu, kuimi bæði dönsku og þýzku,
og þó hafði hann aldrei í skóla komið. Það hafa alltaf verið
lesin einhver ósköp á Núpi, en ekki hefur þó lesturinn verið
látinn sitja fyrir vinnunni, o-nei-nei.
— Já, ég kom þarna, eins og ég sagði, strákhvolpur, og allt-