Eimreiðin - 01.01.1941, Síða 83
EIMREIÐIN
ÞÓRKATLA Á NÚPI
69
af hef ég átt gott á Núpi, mér var ekki þrælað út, eins og um-
konmleysingjum er sums staðar, og ég held nú síður. Ég fékk
nógan þroska, lærði að lesa og skrifa og kristindóminn, enda
var ég bæði trúr og dyggur, fékk aldrei orð fyrir annað og hef
ekki fengið. Það var sama stórbúið á Núpi þá, Finnur var líka
kreppstjóri, og hver veit hvað, og þessi líka litli búforkur, þrjú
hundruð ær i kvium og allt upp í fimm hundruð sauði, -— ja,
það hefur aldrei vantað búskapinn á Núpi.
■— Þórkatla var einbirni. Ég held, að gamla manninum hafi
Þótt nóg um að eignast engan soninn, en hann sá nú fljótt, að
dóttirin myndi ekki verða neinum karlmanni minni, hvað gáfur
°g atgjörvi snerti, enda var ekkert til sparað að fræða hana,
eftir þvi sem gerðist í þá daga. — Ert þú ekki annars skóla-
genginn maður? skaut hann allt í einu inn í.
— Ójú, það er ég nú, langskólagenginn, eins og þeir kalla
það sumir. En það er nú ekki fyrir öllu nú á timum, Magnús
minn.
Nei, onei, en hvað ég vildi nú sagt hafa. — Þegar Þór-
katla var tvítug, þá trúlofaðist hún hvorki meira né minna
en sjálfum prófastssyninum á Hjallabóli. Hann var nú álitinn
glæsilegasti ungi maðurinn í Gautsdal í þá daga. Hann ætlaði
að verða prestur eins og faðir hans sálaði og hefði víst tekið
við Hjallabólinu eftir hann, en hann dó nú í prestaskólanum,
auminginn. Það var fyrsta áfallið, sem Þórkatla mín fékk.
Éenni þótti víst ósköp vænt um piltinn, en hún bar sig eins
°g hetja, bæði þá og endranær.
- Fremsta og önnur bezta jörðin i Gautsdal hét Klettholt,
°g þegar þetta var, bjó þar ungur og efnilegur bóndi, sem hét
Ólafur. Hann var vellríkur og allra myndarlegasti maður.
Hann var nú alveg vitlaus eftir Þórkötlu, eins og ég held
flestir ungir menn í dalnum þá. Honum giftist svo Þórkatla,
futtugu og fimm ára gömul, en rétt á eftir fór Klettholtið í eyði
aí skriðuföllum, svo að þau bjuggu á Núpi. Og þó að Ólafur
missti jörðina, þá átti hann nóg í handraðanum, svo að þú getur
ilnyndað þér, að það varð ekki svo lítill auður, þegar Klettholts-
þýsnin rann saman við öll ósköpin á Núpi. Finnur karlinn var
h^rðánægður með þessa giftingu, enda var hún víst að ein-
hverju leyti af hans ráðum runnin, því að Þórkatla held ég hafi