Eimreiðin - 01.01.1941, Page 97
EIMREIÐIN
Ofriðurinn og íslenzk sagnagerð.
Þegar stórfelldar styrjaldir fara yfir heiminn, verður miklu
nieiri ólga í öllu andlegu lífi þjóðanna en á friðartímum. Enn
sern komið er, hefur ófriðurinn eklii valdið neinum byltingum
1 ^ókmenntum okkar hér heima á íslandi, þó að áhrif hans
berist nú jafnhratt hingað sem annað. Fyrsta smásagan, sem
uL hefur komið beinlínis rituð undir áhrifum frá hernaðar-
astandinu, er saga Stefáns Jónssonar, „Kvöld eitt í september“,
Sem birtist í síðasta hefti Eimreiðarinnar. Sú saga var um leið
v°rn og viðurkenning manngildis Reykjavíkurstúlkunnar, sem
sv° mjög hefur verið gerð að umtalsefni á óviðeigandi hátt í
sambandi við hið erlenda setulið hér. Er það atriði út af fyrir
S1§ og til lítils sóma fyrir þjóðina, en l'rekleg móðgun við ís-
lenzkar konur i heild, hvernig nafnlausir eða dulnefndir skrif-
^innar hafa ausið auri dætur höfuðstaðarins og mæður í ritl-
ngum, útgefnum í ófrægingar- og gróðaskyni, þar sem fáeinar
Undantekningar eru gerðar að aðalreglu og inn í fléttað gróu-
s°gum og slepjugum þvættingi. Eru úlfshárin alltof augljós
llndan sauðargærunni á þessum höfundum til þess, að hægt sé
að telja þá heiðarlega siðferðispostula.
úrinu liðna eru það skáldsagnahöfundarnir þrir Davíð
Stefánsson, Gunnar Gunnarsson og Halldór Kiljan Laxness,
Sem mesta athygli vekja fyrir skáldsögur sínar. Aldrei hafa
nður komið út á einu ári jafn hreinræktaðar öreigaskáldsögur
a ^landi og Sólon Islandus Davíðs og lokaþáttur Kiljans
Uln Ólaf Kárason Ljósviking: Fegurð himinsins. Öreigaskáld-
Sagan hefur þannig fengið sinn lesendahóp hér á landi eins
°s erlendis, þar sem þessi tegund skáldsagna hafði um skeið
v°mizt í hátt gengi. Hvert skáld, sem svo getur heitið með réttu,
felur það hlutverk sitt að reyna að sýna lífið í nýju ljósi, og
eins og annað í tilverunni fer það í öldum, hvert er val efnis
°g áhugamál rithöfunda á hverju tímabili. Eftir siðustu heims-
sfyrjöld, á árunum 1920—1930, voru það einkum styrjaldar-
^ingarnar og þjóðfélagsádeilurnar, sem mest bar á í skáld-