Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1941, Side 102

Eimreiðin - 01.01.1941, Side 102
88 BIÐLAR AUMINGJANS BIMREIÐIN’ Víðirunnurinn, sem sprettur fyrir neðan bergið, teygði hálf- sprottna limina í áttina til þeirra, líkt og hann vildi fagna gest- unum, og fjallið slútti fram milli svefns og vöku í ákafri eftir- væntingu að heilsa biðlunum, því að ég hef sagt því frá þeim, þegar sólin hefur stráð gulli í lautirnar. Og jökullinn hefur grátið og gróðurinn skolfið, því að ævi mín er óspilað lag, þangað til að biðlarnir koma. Ég veit ekkert um tímann, en ef þrámar eiga að mæla hann, þá hef ég beðið i mörg ár. Ég stytti mér stundir við að byggja hallir handa þeim hérna í fjömnni. Sko! Þær eru allar eins, því að annars gætu þeir orðið ósáttir. Allar jafnfallegar. Sjórinn rýfur þær sífellt, og daglega reisi ég þær að nýju. Beta frænka segir stundum, að mér sé nær að hjálpa sér við þvottinn en vera að dunda niðri við sjó allan daginn. En hvernig færi, ef enginn væri i fjörunni, þegar þeir koma? Stundum horfir Beta svo undarlega á mig, að mig langar til að fara að gráta. Hún segist þá vera að leita að Ijóshærðri leiksystur sinni, sem hafði dáið fyrir mörgum árum. Hún talar skrítilega, hún Beta. Finnst þér það ekki? Hvernig er hægt að finna það aftur, sem er dáið? Þó leita ég stundum í kjarrinu fyrir neðan bæinn að litilli stúlku, því að heldur þú ekki að Beta yrði glöð, ef ég fyndi vinstúlku hennar? En þei! Hvaða ómur er þetta? Bæjarfógetinn hefur víst hitt naglann á höfuðið, þegar hann sagði, að ég heyrði ekki betur en bannlagabrjótur, því að ég heyrði ekkert nema öldugjálfrið við steinana. Það var farið að falla að, og sjórinn var búinn að lykja sig utan um neðsta hólinn, og smátt og smátt hrundu hallirnar hennar Lísu. Mér var litið á hana. Ég held, að henni hafi fund- izt hafið vera að slíta taugar úr hennar eigin lífi. Ég áræddi að klappa hægt á öxl hennar. „Særinn er kaldur, Lísa. Hann er búinn að væta fætur þína, og hafrænan blæs frá öldunum upp til hliðanna. Viltu ekki fara heim í hlýindin til Betu?“ Hún stóð ófús á fætur. Augun voru flóttaleg og döpur. Ég þakka þér fyrir það, Bjössi,“ sagði hún i hálfum hljóðum, „að þú hefur ekki hlegið að mér eins og hitt fólkið. Já, það er vist til einskis að bíða lengur í dag.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.