Eimreiðin - 01.01.1941, Síða 105
eimreiðin
BIÐLAR AUMINGJANS
91
Lísa leit blíðlega til hennar. Það var auðséð, að hún dauð-
kenndi í brjósti um Betu, af því að hún væri svo fáfróð.
„Beta, trúir þú ekki, að þeir komi?“ sagði hún í hálfum
hljóðum. „Hún tryði, ef hún sæi draumana mina.“
Allt í einu fór klukkan að slá. Lísa þagnaði, og við hlustuð-
Um öll. Það voru seinustu tólf slögin á gamla árinu. En glugg-
inn opnaðist, eins og ósýnileg hönd úr myrkrinu hefði hrundið
honum upp, og nálcöld vindhviða slökkti á kertunum.
Þegar við höfðum kveikt aftur, lá Lisa úti í horni. Hún grét
ofsalega eins og barn, sem týnt hefur fallegasta gullinu sínu.
Eg kvaddi og fór.
Ég sit hérna sætkenndur í tunglskinsbirtunni á leiðinu
hennar Lísu. Ég fer þangað oft, þegar ég er húinn að vinna á
skrifstofunni. Þar „filosofera“ ég um lífið. Ég er sem sé, eins
°g bæjarfógetinn sagði um daginn, „sneið“ af heimspeking.
°-jæja, það fór svo, að Lísa dó, en biðlarnir komu ekki. En
alltal' vonaði hún. Rétt áður en hún dó, hað hún mig að gá
að, hvort ég sæi ekki rautt segl á firðinum. Þegar hún var dáin,
þá dreifði ég blöðunum af rósinni, sem ég hafði gefið henni
h gamlárskvöld, í kistuna hennar. Það var allt skrautið.
í slydduveðri og undir skýjuðum himni fylgdum við henni
bl grafar, þvottakonan og ég.
Nei, líttu á, Bjössi. Tunglið er fullt þarna uppi eins og þú.
Skál, kunningi! Ha, ertu að hlæja? Aldrei þó að mér, riddara
af Pálkaorðunni!
Jú, auðvitað er tunglið að lilæja að þér. Athugaðu sjálfan
Þig, maður. Þú situr á skyrtunni og berhöfðaður úti í kirkju-
garði um hánótt. Áttu að heita skynsamur?
Það eru víst tvö þunglynd, döklc augu, sem stara á mig úr
moldinni. Ivomdu sæl, Lísa, ég er korninn til þess að heirnta
Það aftur, sem þú tókst með þér í gröfina: sönginn úr lífi
minu.
Lyngið sefur undir fóturn mínum. Mánaljósið hvarflar um
hafið.
Ég bíð eftir svari.