Eimreiðin - 01.01.1941, Qupperneq 106
EIMREIÐIN
Ósýnileg áhrifaöfl.
Eftir dr. Alexander Cannon.
IV. KAFLI
Geigvœnleg sannindi.
Kvöldið, sem landstjórinn
heimsólti okkur, sátum við
lengi fram eftir nóttu við
kertaljós og ræddum um
leyndardóma lífsins. Þar sem
við höfðum allir lagt stund á
rannsókn þeirra, lærðum við
mikið hver af öðrum þetta
kvöld. Svo liðu nokkrir dagar,
að við höfuð ekkert tækifæri
til að ræðast við um þessi mál,
sem þó lágu okkur öllum
þyngst á hjarta. En laugar-
dagsmorgun einn, bjartan og
fagran, heimsótti landstjórinn
okkur í síðasta sinn, áður en
við héldum ferðinni áfram inn
á ókunn landsvæði hinnar
fjarlægu Austurálfu til þess
að leita þar enn frekari
fræðslu. Á þessum slóðum er
laugardagurinn haldinn helg-
ur, eins og við heima höldum
sunnudaginn helgan. Við ætl-
uðum meðal annars að ganga
lir skugga um það, hvort til
væru í Austurlöndum svó
máttugir menn, að þeir gætu
kallað dáinn mann aftur til
lífsins. Ritningin fræðir um
þetta furðulegasta allra krafta-
verka, þvi að Kristur frá Naza-
ret gerði það, er hann ferðaðist
um hér á jörðunni. Hann gaf
mönnunum einnig það fyrir-
heit, að ættum vér næga trú,
mundum vér ekki aðeins geta
unnið þau verk, er hann vann,
heldur og enn meiri. Orð hans
voru þessi: „Sannlega, sann-
lega segi ég yður: Sá, sem
trúir á mig, mun einnig gera
þau verk, sem ég geri, og hann
mun gera enn meiri verk en
þessi, því að ég fer til föður-
ins.“
Landstjórinn kom með fríðu
föruneyti, og eftir að við höfð-
um snætt saman léttan dögurð,
hófust fjörugar samræður að
nýju. Hans hágöfgi lagði til, að
við ræddum um heilög áhuga-
mál okkar, þar sem nú væri
helgur dagur, en létum hin
veraldlegri bíða annars tíma.
Sjálfur hóf hann samræðurnar
með því að tala um, hve sjálf
hin kristna kenning, eins og