Eimreiðin - 01.01.1941, Qupperneq 107
eimreiðin
ÓSÝNILEG ÁHRIFAÖFL
93
hún birtist i Nýja testament-
inu, væri í nákvæmu samræmi
við það, sem nýjustu rann-
sóknir á dáleiðslu og fjarhrif-
um hefðu leitt i ljós um sálar-
hf manna. Það væri t. d. eðli-
iegt, að sefjun sú á fólkið, sem
kenningin um fórnardauða
Krists hefði haft, ætti sinn
niikla þátt i að vekja trúna
a ódauðlega sál sérhvers
nianns. Þar sem kristin kenn-
ing væri aðeins játuð með
vörunum, væri trúin dauð
°g áhrifalaus. En ef kristin
kenning næði að móta fjar-
vitund mannsins og undir-
vitund, þá væri trúin lifandi.
ketta tvennt réði úrslitum. Sá,
sem aðeins „virðist hafa öðl-
azt“, er gerólíkur þeim, sem
»öðlazt hefur í raun og veru“.
Hér er um djúptæk sannindi
að ræða. Ef sannleikurinn nær
að gegnsýra f jarvitund manns-
ins, veit hann í allri daglegri
hreytni sinni, hvað rétt er og
hvað rangt.
Rökin
fýrir framhaldslífinu.
Rökin fyrir því, að maður-
inn lifi áfram eftir líkamsdauð-
ann, eru geigvænlegs eðlis, þeg-
ar þau eru gagnrýnd ofan í
kjöiinn og á vísindalegan hátt
gengið úr skugga um mátt á-
krifanna frá umheimi vorum,
því að mannssálin hlýtur óum-
flýjanlega að vera í því trúar-
ástandi eftir líkamsdauðann,
sem umhverfi hennar hafði
fært hana í, meðan hún lifði
og starfaði í holdinu hér ú
jörð. Þess vegna er „ríki
himnanna“ hið innra með oss,
sjálf fjarvitund vor, sem lifir
áfram hvikula meðvitund
vora, eiginlega alveg á voru
valdi. Það er undir þér sjálf-
um komið, hvort þú mótar
hana í samræmi við góðleik-
ann í tilverunni eða vonzk-
una, við eðli guðs eða djöfuls-
ins. Ef þetta er orðið mönnum
ljóst, skilst til hlitar hin
leynda merking orðanna: —
„Eins og maðurinn hugsar í
hjarta sinu, þannig er hann“
og „eins og maðurinn sáir, svo
mun hann og upp skera.“
Kenningin um illa anda.
Geðveikir menn sjá oft of-
sjónir og halda því fram, að
illir andar eða djöflar ofsæki
þá. Þessir geðsjúklingar sjá
þessa þjóna undirheima ganga
Ijósum logum og heyra raddir
þeirra. Þetta eru enn önnur
geigvænleg sannindin, sem
hvað eftir annað er greinilega
minnzt á i Ritningunni. En
grunnhyggnir visindamenn
vorra tima yppta öxlum yfir
öllu þessu og kalla hégóma!