Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1941, Page 108

Eimreiðin - 01.01.1941, Page 108
94 ÓSÝNILEG ÁHRIFAÖFL EIMREIÐIN Ég hef brotið heilann um, hvað brjálæði sé í raun og veru, þegar ég hef dáleitt heilbrigð- an mann og getað látið hann sjá nákvæmlega sömu sýnirn- ar, heyra sömu raddirnar og trúa á sömu illu öflin, ef ég skipa honum það, eins og vit- firringurinn sér, heyrir og trú- ir á i brjálæði sínu. Og niður- staða mín er sú, að áreiðanlega sé hér um skort á mótstöðu- afli gegn hugsanasveiflum að ræða. Ef ég get verkað á heil- hrigðan mann þannig, að hugarfarssveiflur hans verði sjúklegar, hvers vegna skyldi ég þá ekki einnig geta breytt sjúkum hugsanasveiflum hans í heilbrigðar? Ef djöflar geta setzt að í sálum manna fyrir mátt hughrifa, þá er áreiðan- lega eins hægt að reka þá út af sálum sömu manna með hugarorku, því að það, sem hægt er að blása öðrum í brjóst, er einnig hægt að láta hverfa þaðan aftur. Þetta er einfalt og óskeikult lögmál. Veröldin er þrungin ósýni- legum, andlegum öflum, sem sífellt eru að starfi, á sinn hátt eins og útvarpsbylgjurnar í geimnum. En til þess að ná þessum útvarpsbylgjum og breyta þeim í hljóðbylgjur verðum við að hafa viðtæki. Þá getum við náð þessum bylgjum eftir vild eða lokað fyrir þær. Bylgjurnar eru til eftir sem áður, þó að við úti- lolcum þær. Ef til vill er það stundum skortur á andlegri skerpu okkar sjálfra, þegar við getum ekki skynjað sýnir hinna svonefndu vitfirringa. Oft eru vissar sálargáfur þeirra afar þroskaðar. Geð- sjúkir menn eru oft gæddir ó- venjulegu innsæi. Og af því að þeir sjá þá sýnir, sem eru í okkar augum fjarstæða, hróp- um við í heimsku okkar, að þeir séu brjálaðir og eigi að setjast undir slá. Fyrir nokkrum árum lét ég einn geðsjúklinga minna hlusta í viðtæki, sem ég hafði þá nýlega eignazt. Þetta var rétt eftir, að fyrstu viðtækin komu á markaðinn hér á landi. Það fyrsta, sem hann sagði, eftir aðhannhafðihlustað.kom mjög flatt upp á mig: „Þér ætlið þó ekki að telja mér trú um það, herra minn, að þér getið ekki heyrt söng og hljóðfæraslátt í loftinu nema hlusta í skrapatól eins og þetta? Ég hef heyrt sams kon- ar tóna eftir vild í undanfarin fimmtán ár.“ Ég er ekki reiðu- búinn til að úrskurða, að þetta sé eingöngu óráðshjal brjálaðs manns, sem megi ekki taka mark á. Hversu oft hefur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.