Eimreiðin - 01.01.1941, Page 108
94
ÓSÝNILEG ÁHRIFAÖFL
EIMREIÐIN
Ég hef brotið heilann um, hvað
brjálæði sé í raun og veru,
þegar ég hef dáleitt heilbrigð-
an mann og getað látið hann
sjá nákvæmlega sömu sýnirn-
ar, heyra sömu raddirnar og
trúa á sömu illu öflin, ef ég
skipa honum það, eins og vit-
firringurinn sér, heyrir og trú-
ir á i brjálæði sínu. Og niður-
staða mín er sú, að áreiðanlega
sé hér um skort á mótstöðu-
afli gegn hugsanasveiflum að
ræða. Ef ég get verkað á heil-
hrigðan mann þannig, að
hugarfarssveiflur hans verði
sjúklegar, hvers vegna skyldi
ég þá ekki einnig geta breytt
sjúkum hugsanasveiflum hans
í heilbrigðar? Ef djöflar geta
setzt að í sálum manna fyrir
mátt hughrifa, þá er áreiðan-
lega eins hægt að reka þá út
af sálum sömu manna með
hugarorku, því að það, sem
hægt er að blása öðrum í
brjóst, er einnig hægt að láta
hverfa þaðan aftur. Þetta er
einfalt og óskeikult lögmál.
Veröldin er þrungin ósýni-
legum, andlegum öflum, sem
sífellt eru að starfi, á sinn hátt
eins og útvarpsbylgjurnar í
geimnum. En til þess að ná
þessum útvarpsbylgjum og
breyta þeim í hljóðbylgjur
verðum við að hafa viðtæki.
Þá getum við náð þessum
bylgjum eftir vild eða lokað
fyrir þær. Bylgjurnar eru til
eftir sem áður, þó að við úti-
lolcum þær. Ef til vill er það
stundum skortur á andlegri
skerpu okkar sjálfra, þegar
við getum ekki skynjað sýnir
hinna svonefndu vitfirringa.
Oft eru vissar sálargáfur
þeirra afar þroskaðar. Geð-
sjúkir menn eru oft gæddir ó-
venjulegu innsæi. Og af því að
þeir sjá þá sýnir, sem eru í
okkar augum fjarstæða, hróp-
um við í heimsku okkar, að
þeir séu brjálaðir og eigi að
setjast undir slá.
Fyrir nokkrum árum lét ég
einn geðsjúklinga minna
hlusta í viðtæki, sem ég hafði
þá nýlega eignazt. Þetta var
rétt eftir, að fyrstu viðtækin
komu á markaðinn hér á landi.
Það fyrsta, sem hann sagði,
eftir aðhannhafðihlustað.kom
mjög flatt upp á mig: „Þér
ætlið þó ekki að telja mér trú
um það, herra minn, að þér
getið ekki heyrt söng og
hljóðfæraslátt í loftinu nema
hlusta í skrapatól eins og
þetta? Ég hef heyrt sams kon-
ar tóna eftir vild í undanfarin
fimmtán ár.“ Ég er ekki reiðu-
búinn til að úrskurða, að þetta
sé eingöngu óráðshjal brjálaðs
manns, sem megi ekki taka
mark á. Hversu oft hefur