Eimreiðin - 01.01.1941, Side 112
98
ÓSÝNILEG ÁHRIFAÖFL
EIMREIÐIN
nnnar. Án hans er enginn til-
gangur í lífinu, alveg eins og
engin athöfn er án orsakar,
hvorki í alheiminum né í lífi
einstaklingsins. Enginn karl
né kona lifir án meðvitundar
um sjálfsorku sína, og hún er
einlienni allra mikilla karla
og kvenna. En hún á upptök
sin í f jarvitundinni, sem er því
hið eiginlega aðsetur sálarinn-
ar. Sú volduga uppspretta er
ákvarðandi fyrir örlög manns-
ins og veldur þvi, að máttur
orðsins er æðri líkamlegri
orku, hversu mikil sem hún er.
Þetta gera allt of fáir sér
ljóst. Þess vegna mistekst svo
mörgum í lífinu. Þeir gefa sér
ekki tóm til að brjóta nógu vel
til mergjar þessi sannindi, sem
eru þó frumskilyrði allrar
þekkingar. Það er ekki unnt
að byrja þekkingarleit nema
hafa áður gengið rækilega
úr skugga um, að maður viti
ekki neitt. Innsæi og sanna
þekkingu öðlast maður aðeins
að svo miklu leyti sem þrár
hans og kröfur beinast að hin-
um sönnu verðmætum. Þetta
lögmál hefur ætið ráðið í allri
sögu mannsandans, síðan
löngu fyrir steinöld, — og
ræður enn.
Efnishyggjumaðurinn hefur
aðeins hálfa sjón. Fávizkan er
skortur á raunverulegri þekk-
ingu, en sljóleiki er það að
vera óhæfur til að leita henn-
ar. Þrákellini er ekkert annað
en aumkunarvert sjálfsálit. —
Efnishyggjumaðurinn og fá-
vitinn eiga það báðir sameig-
inlegt, að þeir geta ekki skynj-
að nokkurn þann ósýnilegan
veruleika, þótt starfandi sé í
raun og veru, sem verkar ekki
beint á líkamleg skilningarvit
þeirra.
Blindir fá sýn.
Efnishyggjumennirnir segja,
að kraftaverk það, er Jesús
Ivristur gerði, er hann gaf
blindum sýn, sé ómögulegt. Þó
gaf meistarinn okkur það fyr-
irheit, að við mundum sjálfir
geta gert það sama og hann
gerði, ef við hefðum aðeins
nógu sterka trú á því, að við
gætum afrekað slíka hluti. —
Einu sinni tókst lækni einum
af snilli sinn að gefa blindum
manni sjónina. Hann var
fæddur blindur og var orðinn
roskinn, þegar hann gat í fyrsta
sinn greint dagsins ljós. Nýr
heimur opnaðist honum allt í
einu. Það fyrsta, sem hann sá,
var eitthvað, sem hann skildi
ekki, hvað var. En þetta óskilj-
anlega var andlit læknisins.
Eftir að hann hafði þreifað
nokkrum sinnum um andlit
læknisins, hrópaði hann upp