Eimreiðin - 01.01.1941, Page 132
118
RITSJÁ
EIMREIÐIN
föst, dalamærin trygglynda, elskar
jörð fcðra sinna og mæðra með inn-
fjálgri tilbeiðslukennd, svo að lieið-
in er henni lieilög jörð og fjallið
yfir sveitinni verður í hennar aug-
um hásæti guðs. í lýsingum sinmn
sýnir höfundurinn oss sál íslenzkra
lieiða, eins og hún verður bezt séð.
Enginn nema sá, sem hefur verið ís-
lenzkt sveitabarn sjálfur, gæti orðið
svo skyggn á cinkenni áður byggðra
heiðafláka, sem nú eru komnir i
eyði. Tökum t. d. þessar setningar
á hls. 51: „Allt hér efra var svo
álagakennt. Þau komu fram hjá
grasi grónum tóftum með tún-
pjötlum í kring, túnpjötlum í órækt,
og þetta voru þá forn mannabýli
löngu komin í eyði. Samt var eius
og keimur af lífi því, sem þarna
hafði verið lifað, dveldi ennþá i loft-
inu, í lækjarsytrum, i engjadrögum,
þar sem fólk liafði heyjað og þótt
vænt um ilmandi gras og hvílt sig
og borðað matinn sinn. Svanirnir,
syndandi í kyrrð og einmanaleik
heiðarinnar, virtust fremur eiga
lieima í þessu liorfna lifi en að þeir
lieyrðu eingöngu til líðandi stund,
virtust á einhvern hátt liafnir yfir
öll jarðnesk mið.“ Lífi stúlkunnar á
dalabænmn bregður fyrir i leiftur-
myndum allt frá bernslcu til full-
orðinsára, þegar liún er tekin við
húsfreyjustörfum i sömu sveitinni
og hún liafði lifað i, frá þvi er hún
fyrst mundi eftir sér. Bókin er eins
og voldug hljómkviða um unað og
ógnir íslenzks sveitalífs. Sterk,
frumstæð öfl eru þar á ferð, bæði i
náttúrunni sjálfri og hjörtum mann-
auna, sem þar lifa lífi sinu. Fólkið,
sem er rótarsterkast í íslenzkum
jarðvegi, býr yfir gcigvænum grun
um hrörnun og lirun lífsins i af-
skekktustu liéruðum landsins. Sam-
þjáning þess með sjálfri náttúrunni
er þung og sár, þegar fögur lieiða-
lönd og býli eru yfirgefin og eftir-
skilin í eyði og tómi. Þá leggst
heiðaharinurinn eins og farg á liug
öldungsins, sem eftir þraukar, og
eina von hans og hæn verður sú, að
hann fái að deyja, áður en lieiðin
fari gersamlega i eyði, eins og
Brandur gamli á Bjargi biður um i
sögulok. En lieiðin byggist aftur
einhvern tima löngu síðar, þegar
bein öldungsins eru orðin að mold.
Ég geri ráð fyrir, að mörgum
leiki hugur á að kynnast þessari
fyrstu sliáldsögu Gunnars Gunnars-
sonar á íslenzku, eftir að hann
hverfur heim aftur til íslands. Hún
sýnir þroskaðan höfund, sem kann
tökin á efni og formi. Sv. S.
Önnur rit send Eimreiðinni:
Auk þeirra rita, sem getið cr hér
að framan, hafa Eiinreiðinni horizt
nokkur önnur, en svo seint, að
þeirra varð ekki getið i þessu licfti.
Þessi eru þau lielztu:
Jóhann Sœmundsson: Mannslík-
aminn og störf hans. Rvk. ÍOUO
(Bókaútgáfa menningarsjóös).
Thomas Edward Lawrense: Upp-
reisnin í eyðimörkinni. Fgrri hluti.
Rvk. 19i0 (Hið isl. þjóðvinafélag).
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: Saga
íslendinga í Vesturheimi. Fyrsta
hindi. Rvk. 19í0 (Þjóðrœknisfélag
íslendinga i Vesturhcimi).
Marco Polo. Rvk. 19iO (ísafoldar-
prentsmiðja h.f.).
íslenzk fornrit, X. bindi: Ljós-
vetninga saga, Reykdæla saga og
Víga-Skútu, Rvk. 1940 (Ilið islenzka
fornritafélag).