Eimreiðin - 01.01.1941, Side 134
120
SÖFNUNARSJÓÐUR ÍSLANDS
EIMREIÐIN
gengið í stórstökkum. Sé athugað, hvað kaupgeta peninga hefur
minnkað fjórar til fimm síðustu aldirnar, mun láta nærri, að þurft
liefði að leggja einn fjórða hluta vaxtanna árlega við sjóð til þess
að liann héldi notagildi sinu. Setjum svo, að fyrir fjórum öldum
hefði verið stofnaður námssjóður, sem gefið liefði i vexti það, sem
þá nægði til að kosta einn nemanda gegnum skóla. Vextir af þeim
sjóði mundu nú ná skammt til kostnaðar við skólanámið, ef hann
liefði ekkert aukizt að krónutölu, en ef fjórði hluti vaxta liefði ár-
lega verið lagður við hann, mundi notagildið hafa haldizt nokkurn
veginn, þannig að liann kæmist langt með að kosta einn nemanda
eins og fyrr. En til þess að notagildið haldist frá sjónarmiði lieild-
arinnar, er á fleira að líta. Ef allt fer að skaplegu, fjölgar fólkinu,
i landinu, og þörf fyrir meiri og almennari menntun fer ört vaxandi.
Til þess því að verða þjóðinni í heild að sama haldi þyrfti sjóður-
inn að fjölga nemendum, sem hann kostaði til náms. Til þess að
geta það yrði hann að vaxa örar, segjum fullan helming ársvaxta,
en það, sem sjóðurinn væri aukinn meira, mundi enn auka nytsemi
hans og gera hann því gagnlegri sein lengur liði. Hér var nefnd
námsfúlga nemanda í skóla, en ég held, að það sé nokkurn veginn
sama, livað styrkja skal, fjárþörfin vex, ef notagildið á að lialdast.
Af þessuin ástæðum er það, að lög Söfnunarsjóðsins áskilja, að
nokkru af vöxtunum sé árlega bætt við liöfuðstól þeirra sjóða, sem
veitt er móltaka i aðaldeildina. Lögin setja engin ákvæði um það,
live mikið vaxtanna skal viðlagt, það ákveður hver innleggjandi
sjálfur, en af töflunni, sem hér fer á eftir, má sjá, hvað sjóður vex
eftir því, sem við er lagt af vöxtum:
Sjóðir, sem bera 5,9% ársvexti, aukast. á eftirgreindan hátt, eftir þvi
sem út er borgað af vöxtum, fyrir hverjar 1000 kr. Hlutfallið er hið sama
milli útborgaðra vaxta, þótt vextir séu aðrir.
Útborgaðir þrir Vextir fallnir til útborgunar Höfuðstóll i
fjórðu vaxta á árinu, kr. árslok, kr.
40. ár 78.40 1 796.25
100. — 188.56 4 324.19
Útborgaður lielm- ingur vaxta
40. ár 91.67 3 199.28
100. — 524.60 18 307.96
Útborgaður fjórð-
ungur vaxta ' ■
40. ár 97.83 5 651.69
100. — 1 072.60 75 936.40