Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1944, Side 25

Eimreiðin - 01.04.1944, Side 25
eimreiðin FYRSTU VIÐHORF MÍN 89 eg þá rækilega til athugunar. Það tók nokkurn tíma að kryfja þá til mergjar. Innan um voru samvizkusamir listdómarar, sem af varúð og nærgætni leituðust við að túlka listaverkið út frá sjónarmiði liöfundar þess. En liinir múgsinnuðu voru fleiri, sem ;>f hégómagirnd, montí og mikilmennsku, drottnunargirni, kerskni, liefndar- og minnimáttarkennd — og svo síðast, en ekki sizt af heimsku — óðu uppi eins og lireinasta plága, firrtu fólk- persónulegri dómgreind sinni og þóttust leiða það — og lista- 'iiennina sjálfa. Gamlar múgaðferðir ríktu í listinni þá sem oftar. Öllu var skipað í bása. „Ismar“ og skólar“ réðu lögum og lofum. AHt, sem bar merki innsæis og frumleika, átti fremur erfitt upp- dráttar. Listin fy rir listina — bókstafslistina — var uppáhalds- slagorð þeirra tíma. Þanuig urðu kynni mín af listastarfsemi samtíðarinnar aðeins til að auka á ógeð mitt á stefnum og tízku í listinni. Listin hefur 1 niínum augurn ávallt verið persónulegs eðlis, „individulistisk“ ntgeislun, ef svo mætti að orði komast, og hún er það enn. Kvnni nn'n af „ismunum“ í listinni liafa orðið til þess eins, að ég lief lært að forðast þá. Grundvöllur listvitundar og trúarvitundar hefur mér ávallt vn"zt mjög svipaðs eðlis, enda mun þessa viðhorfs gæta mjög í niinni list. Og þegar ég nú lít til baka yfir alll það í list og trú, sem vald- tð hefur mér erfiðleika og efasemda, þykir mér vænt um, að eg trúði aldrei neinum fyrir vandræðum mínum. Auk þeirrar feimni, sem því fylgir að tala við aðra um þau einkamálefni, er einnig óttinn við að verða misskilinn. En sú mikla orka, sem avinnst fyrir erfiði ungrar sálar — ef hún sjálf getur klofið fram nr því — er gullvæg lienni til andlegs þroska um alla framtíð. Oni mest alla ævi mína hef ég þótzt liafa þó nokkur kynni af sb'kri innri barátt'u.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.