Eimreiðin - 01.04.1944, Page 31
KIMREIÍHN
KORSETAKOSN. í RANDARÍKJUNUM
95
bundin öfl í þjóðlífinu, sem lenpi höfðu verið að búa um sig
undir yfirborðinu.
Arið 1860 kjöri Bandáríkjaþjóðin Abraham Lincoln forseta
sinn, en felldi Stephen A. Douglas, sem reyndi að sætta Norður-
og Suðurríkin út af ágreiningnum um þrælahaldið. Lincoln liélt
því aftur á móti fram, að þjóðin gæti ekki verið hvorttveggja,
frjálsir menn og þrælar. Þjóðin kaus baráttuna um leið og hún
kaus Lincoln, og fáuin mánuðum eftir að hann var kjörinn hafði
bún steypt sér út í borgarastyrjöld.
Þrisvar hafnaði Bandaríkjaþjóðin einhverjum mesta ræðu-
skörungi, sem um getur í sögu hennar, af því hún trúði ekki á
rettmæti stefnuskrár hans. Þetta forsetaefni var mælskumaðurinn
tuikli, William Jennings Bryan.
Kosningahríðir 19. aldarinnar við forsetakjör voru oft ákaf-
lega harðar, svo stundum lá við ofbeldi. Bandaríkin voru þá enn
ung þjóð eða þjóðasamsteypa, með takmarkaða virðingu fyrir
rökræðum og hógværð. En eftir því sem þjóðin óx og þroskaðist,
urðu kosningarnar með virðulegri svip. Þjóðin sjálf krefst þess,
að þær fari fram með þeirri háttprýði, sem hæfir æðstu og á-
byrgðarmestu tignarstöðu samveldisins. Þó er jafnan mikill hiti
°g fjör í þessum kosningum, einkum á friðartímum, kosninga-
velin margbrotin og margskonar tæki í notkun til að vinna sig-
Ur- 1 hverju kjördæmi eru höfuðstöðvar með fjölmennu liði.
til þess að undirbúa kosningarnar og stjórna þeim. Ræðumenn
tala til fólksins, auglýsingar blasa við á áberandi stöðum, og allt
er gert, sem hægt er, til þess að ná eyrum og augum kjósendanna.
Þetta er óaðskiljanlegur liluti kosningafyrirkonndagsins í Banda-
fíkjunum, máttugt einkenni þess lýðræðis, sem þar ríkir, svo
uiáttugt, að jafnvel þegar þjóðin einbeitir sameiginlega kröft-
llm, eins og nú, að því að sigra í styrjöldinni, lætur hún ekki
falla niður fornar venjur, heldur er nú kosningaliríðin þar að
befjast með sama fyrirkomulagi og áður, unz úr því hefur ver-
ið skorið, liver eigi að fara með æðsta framkvæmdavald hennar
um næsta fjögra ára skeið.