Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1944, Page 36

Eimreiðin - 01.04.1944, Page 36
100 HEBRESKA OG ÍSLENZKA BIMREXÐlN aðeins til að tíikna blæbrigði og tíðkast því mjög að rita ekki sérhljóð; það er eins og þau konii af sjálfu sér við framburð sambljóðanna. Frumræturnar í semítiskum málum eru venjulega þrjú samliljóð, en stundum tvö, oft er skeytt framan og aftan við þessar rætur, en samsett orð eru ekki til í semítiskum mál- um fyrr en á síðari tímum. Sagnir hafa upprunalega aðeins eina mynd án ákveðinnar tímamerkingar, en nafnorð voru síðar leidd af þessum sögnum. Semítiskum málurn er skipt í tvo höfuðflokka, austur-semítisk mál, en til þeirra teljast assýriska eða babýlonska, og vestur- semítisk mál, og er arameiska og kanaanska nefnd norSvestur- semítisk mál, en arabiska og abessínska suðvestur-semítisk mál. Assýriska eða babýlonska var töluð í Mesópótamíu við mynni Efrat og Tigrie-fljótanna og er einnig nefnd akkadiska, en svo nefndu íbúarnir sjálfir mál sitt. Um það leyti, er Semítar sett- ust að í Babýloníu, var þar fyrir þjóðflokkur Súmera, er stóð á báu menningarstigi, en um þá er allt á huldu. Þeir virðast ekki bafa verið skyldir neinni þjóð, er vér þekkjum, en rituðu liugsanir sínar í myndum og á fleygletrið, er breiddist út um öll nálæg lönd, uppruna sinn í þessu myndaletri Súmera. Stórkost- legir þjóðflutningar Semíta hafa átt sér stað á öðru árþúsundi fyrir Krist, og taka þá Aramear og Kanaansmenn sér bólfestu i norð-vesturbluta þessara fornu menningarslóða, og bjuggu Kan- aansmcnn á sléttunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Margskonar breytingar urðu á þróun tungumála þessara semítisku þjóða á þessum elztu tínium, eins og sjá má m. a. af bréfum frá 15. öld f. Kr. frá furstanum í Palestínu til egypzka konungsins Ame- nophis 4., sem fundizt liafa í Egyptalandi. Hebreska er kana- önsk mállýzka, aðalmál Kanaanbyggjanna, og eru elztu máls- leifar á bebresku frá öðru árþúsundi f. Kr. (Sigurljóð Debóru og Baraks í Dómarab. 5). Israelsmenn, er voru náskyldir Arame- um, settust að í Kanaanslandi, en mál þeirra samhæfðist máb þeirra, er fyrir voru, og bebreskan ber því sérkenni þessa tungx'" málasamruna, en blómatímabil hebreskunnar er frá konunga- tímunum (frá 9. öld f. Kr. og síðar). Hebreska virðist á þessuin elztu tímum hafa verið eitt og óskipt mál, þótt nokkurs mállýzkumunar bafi kennt, eins og sjá nia af bókum Spámannanna, einkum Hósea og frásögninni í 12. kap-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.