Eimreiðin - 01.04.1944, Síða 39
EIMIíEIÐIN
HEBflESKA OG ÍSLENZKA
103
niunandi lífsskilyrði, enda bendir kynstofnafræðin í þá átt. En
hversu sem þessu liefur verið háttað, má telja víst, að þegar
frummaðurinn smám saman fór að læra að tala, hafi talfæri
hans ósjálfrátt hermt eftir líkamshreyfingum, einkum handapati,
er hann notaði áður til þess að gera sig skiljanlegan og skilja
nðra, á líkan hátt og málleysingjar gera enn á vorum dögum.
í*essi kenning, hermikenningin, var fyrst sett fram af dr. J. Rae
1862 í þrem ritgerðum um polynesisku, síðar af Sir Richard
Paget í ritum hans „Human Speech“ 1930 og „This English“
1935 (1 fy rri bók lians eru ritgerðir Rae’s endurprentaðar), og
'°ks af höfundi þessarar ritgerðar í ritinu „Um frumtungu Indó-
gerniana og frumheimkynni“ 1943. I þessari bók eru í fyrsta
skipti athugaðar allar indógermanskar frumrætur, 2200 að tölu,
1 einu lagi frá þessu sjónarmiði og tilraun gerð til að byggja
UPP heilt kerfi um eftirhermur talfæranna á handapati og lík-
anishreyfingum frummannsins. Ef kenning þessi er rétt, ættu
þær reglur, er ég lief sett fram um frumtungu Indógermana,
einnig að geta átt við allar aðrar tungur veraldarinnar, þó að
'itanlega verði að taka hæfilegt tillit til, að hver þjóðflokkur
hefur sín sérkenni í tungutaki, eins og hann hefur það í fram-
homu, og að mismunandi vaxtarlag, lögun hauskúpu, kjálka o.
s- frv. getur sett sinn sérstaka svip á tungutak hverrar þjóðar.
hannig er t. d. áberandi, hve semítiskar þjóðir nota gómhljóð
°S kokhljóð meira en t. d. indógermanskar þjóðir. Sir Rich.
^aget liefur, án þess að kunna kínversku, rannsakað orðstofna
Ur fornkínversku (mandarínamáli), er lagðir voru fyrir liann
vantrúuðum Englendingum á gildi hermikenningarinnar, og
lókst lionum, að því er frægur enskur vísindamaður, R. R.
^larett, rektor við Exeter College í Oxford segir í formála að
hók Paget’s, „This English“, skýrir frá, að segja fyrir í nál.
^8% tilfellum, liver frummerking væri hvers orðsstofns. Mér
hefur dottið í hug að gera slíka rannsókn á nokkurum hebresk-
Ulu orðstofnum, án þess að kunna sjálfur málið, til þess að
Ma, hvort lögmál liermikenningarinnar sæjust í semítiskum mál-
Ur>i. Séra Guðmundur Einarsson, prófastur á Mosfelli í Gríms-
11081,1) er um langt skeið hefur fengizt við liebreskurannsóknir
* Sera Guðm. Einarsson ritar mér 5. jan. 1944: nú er ég búinn að fara