Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1944, Page 50

Eimreiðin - 01.04.1944, Page 50
EIMKEIÐIN Vér lifum á tímum styrjalda og borgarastyrjalda, og er meiin- ing liins hvíta kynstofns sem óðast að færast í þá átt, að menn aðliyllist valdið sem æðsta réttlæti, viðurkenni elddreka lofts, láðs og lagar sem frambærileg rök. Blóðflóð það, sem fram undan bíður, litar þegar drauina hinna framsýnu, en banvæn haglél vélbyssna eru í þann veginn að verða snar þáttur eðlilegs veður- lags. Á öðrum eins ógnatímum mun það ekki liafa mikið upp a sig að vera að segja ævisögu lítils fuglsunga, sögu, sem þar á ofan er allt annað en bressileg. Hver mundi nenna að lesa eða lana eyra sögu af slíku tagi á tímum, þegar stormhvinur blóðugra hryðjuverka er orðinn að síendurteknu viðlagi við hinn hvella og nístandi óð sveiflandi sólarhringa, en örlög vandamanna vorra, alls umbverfis vors og sjálfra vor þyngja hugann eins og steinar í vasa drukknandi rnanns? Það segir sig sjálft, að þeir muni verða sárfáir, sem nenna að hlusta. Eigi að síður skal liún sögð og sog° einmitt nú*), þessi stutta saga af litlum fugli, örlitlum svörtuin fugli — því þetta var svartþrastarungi, sem einn góðan veður- dag valt úr hreiðri sínu beina leið ofan í einhvern bundskjafl eða hvað það nú var, sem særði hann sárinu mikla, sári sv0 geigvænlegu á að líta, að enginn þeirra, sem sáu bann heim bor- inn, liuggðu honum líf. Það var tólf ára piltur, sem fann hinn vesæla fugl og bar hanii * Saga þessi var rituð og lesin í danska útvarpið sumarið 1938, en síðai' birt í Berlingske Tidende og víðar.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.