Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1944, Blaðsíða 54

Eimreiðin - 01.04.1944, Blaðsíða 54
118 SAGAN AF VALDA BIMRBIÐIN ekki langt að bíða, að hann kæmi fljúgandi beint í fasið á þeim, sem opnaði liurðina, settist á öxlina á honum eða henni, hoppaði af öxlinni upp á höfuðið og ofan aftur á öxlina, skásneyddi nið- ur handlegginn og næði sér í þægilegan fingur að sitja á, — í ofsakæti og algeru uggleysi. Það varð að leik á heimilinu að rétta fram hendina og kalla á Valda. Hann þekkti nafnið sitt og kom samstundis fljúgandi, settist á þann fingurinn, sem horfði bezt við, h'kast því sem fingurinn í hans augum væri grein á tré, liélt sér fast með blessuð- um litlu tánum, lét mata sig og söng á milli bitanna og sopanna. Þá komst hann einnig upp á að svara skipulega, ef á hann var yrt. Það var liægt að halda uppi samræðum við Valda litla, liann greip ekki fram í ræðu manns, en svaraði af viti, þegar röðin kom að honum. Þetta var enginn skynskiptingur, síður en svo. Þess á milli flaug hann fram og aftur í lierberginu eða um liúsið- eða úti í garðinum, settist á höfuð vina sinna eða öxl, eða livar sem honum bauð við að horfa, — stundum á bókina, sem verið var að lesa í, eða á saumavél konunnar eða prjóna. Mann- veran virtist lielzt vera honum ævintýralegt tré í einliverjum furðulegum draumskógi, tré, sem fór ferða sinna á fæti, en eigi að síður var nokkuð staðfast og að minnsta kosti fullt umönn- unar fyrir munaðarlausum fugli: færði lionum svöngum saðn- ingu og rétti fram grein, ef hann langaði til að setjast og livíla sig og láta mata sig, allra viðkunnanlegasta tré, sem meira að segja ekki var máls varnað, þó að tungutakið og sönglistin vit- anlega stæði til bóta. Eins og gefur að skilja var Valdi ekki bældur inni lengur en sár hans útheimti. Fuglar liafa mikla þörf fvrir hreint íof* og útivist. Undir eins og sárið var gróið, — því að það greri að lokum, — var allt af einliver af fjölskyldunni boðinn og bu- inn að leggja upp í gönguför með Valda út um akra, engjar og skóga. Enda engin furða, því Valdi var skemmtilegasti félagi °g gaman að vera með lionuni og sýna honum lystisemdir heimsins- Meðan hann enn var óvanur veraldarvafstrinu, var honum ekki um sel; hann ríghélt sér um fingurinn, þar sem hann sat og koin ekki upp einu orði, hvað þá tón, en liöfuðið gekk sitt á hvað að gá að fuglum, er fram hjá flugu, og seig liann saman í hnja- liðunum við þytinn, dauðskelfdur vfir slíkri dæmalausri vogun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.