Eimreiðin - 01.04.1944, Blaðsíða 58
122
SAGAN AF VALDA
EIMREIÐIN
og það liefði næstum því mátt segja: hljóðfæraslátt, enda leidd-
ist enguni við borð, þar sem Valdi var nærstaddur. Og hann var
ekki við eina fjölina felldur, var á einlægu flökti fram og aftur,
eins og fugla er eðli, tvllti sér niður á stólbak, eða á bekkjar-
bakið milli hjónanna, eða á öxl einhvers, sem hann j)urfti sér-
staklega að tala við, eða höfuð; ánægjan og liamingjan umléku
liinn litla fugl með töfrum tóna þeirra, er hann sjálfur fram-
seyddi, það var eins og kominn væri góður andi, líkamaður í
flugi eða söng, J)ar sem Valdi var. Satt að segja var engu líkara
en að hann með hinum einföldu tónum og vængjaþytnum sam-
einaði allt lifandi í fullu gagnkvæmu trausti og einingu, trausti
j)ví og einingu, er lieyrir heima í löndum ævintýranna og livergi
annars staðar. Já, hann var sjálfur ævintýri: tárlirein gleði,
leikur og áhyggjuleysi, alið af hinu ilinandi sumri, — hinu hrað-
fleyga sumri.
En um leið eitthvað meira, eitthvað leyndardómsfullt: spá-
sögn, eitlivað órætt, sem kom langt utan úr hinum ósnertanlega
fjarska lífslindanna, eitthvað dulrænt en dýrmætt, örlítil vinar-
kveðja frá þeim krystalslieimum ljóssins, sem sálin fær nálgazt,
en aldrei líkaminn, anganblær frá væng hinnar alnálægu eilífð-
ar, sem enginn fær skilið, enda jarðnesk skilningarvit ekki til
þess sköpuð að ráða þá gátu.
Og J)ó á hinn bóginn ekki annað en lítill fugl! Lítill og brot-
hættur svartþrastarungi, hnepptur í ósköp takmarkaða vitund,
gáfur og tilveru, — tilveru svo þrönga, að hann meira að segja
varð að hafa spotta bundinn um fótinn! Þetta var nauðsynleg
varnarráðstöfun; það var óhjákvæmilegt. Ekki dugði, að Valdi
gæti flogið það lnitt í hið mikla valhnetutré, að liann ekki næð-
ist ofan aftur fyrir nóttina. Hvað eftir annað liafði j)að verið
rétt á takmörkum, að liægt væri að ná honum. Pilturinn hafði
þó nokkrum sinnum hætt lífi og limum við að klifra eftir lion-
um út á veikar greinar í órahæð. Því hver mundi geta luittað
og sofnað með Valda utan húss?
Og ekki nóg með fjöturinn um fót — Valdi hafð'i, eins og þeg-
ar er að vikið, ekki lært að leita fæðunnar annars staðar en hja
gestgjöfum sínum. Flugur af öllu tagi gátu flogið óhultar reít
fram hjá nefinu á honum og lilaupið fram og aftur í kring um
hann á borðinu: hann snerti þær ekki, fyrr en j)ær voru veiddar