Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1944, Side 62

Eimreiðin - 01.04.1944, Side 62
126 SAGAN AF VALDA eimueiðin 1 sömu andráni komu gestir. Einmitt á meðan heimilisfólkið stóð þarna ráðþrota og starði á hinn deyjandi fugl, sveigði kunn- ingjafólk fyrir hornið á húsinu. Hjón, sem. voru góðir vinir þeirra, koniu hraðstíg upp garðgötuna og viku af henni inn a grasbalann með kátum ávarpsorðum, en hinum þreniur sorg- mæddu varð stirt um svörin, þau komu varla upp orði. — Hg rétt í því fór síðasti titringurinn gegn um Valda. Eina liuggunin var sú, að kvalir lians liöfðu ekki orðið lang- vinnar. Ef það þá var nokkur liuggun. Það var ekki sjáanlegt a vinum lians. Þau voru svo einmana og hrygg, að því verður varla með orðnm lýst. Valdi var floginn leiðar sinnar! Hann var flog- inn fvrir fullt og allt og varð ekki aftur sóttur. Hér stoðaði líti^ spottinu um fótinn. Hann var farinn lengra en upp á efstu grein- ar valhneíutrésins mikla, hann Valdi litli; hann var horfinn 111 á eyðimörk ólífisins. Og einmitt seinustu morgnana sem hann lifði hafði hann verið lekinn upp á því að syngja, löngu áður en nokkur færði honum árbítinn! Jæja þá; — nú var hægt að hreinsa Vesturherbergið, losm1 við fugladrít í stofum og á þvotti, margskonar fyrirhöfn og a- hyggjur. En það kostaði þetta: að söngur Valda var þagnaður. Þau áttu ekki framar að fá að heyra tón úr blessuðum hálsin- um lians. Aldrei framar mundi svartur, lítill fugl flögra í kring um þau og setjasi á liendi, höfuð eða öxl. Aldrei framar inundi ærslafenginn söngur heilsa þeim, sem fyrstur opnaði hurðina að Vesturherberginu. Og aldrei mundi nokkur fugl syngja eins og Valdi. Höfðu þau einnig verið í álfheinmm um stund? — " Húsráðendur settust við borðið undir valhnetutrénu með ges>' um sínum og reyndu að láta eins og ekkert væri um að vera. Það er stundum æði örðugt að bjóða gesti velkomna og láta eins og ekkert sé um að vera. Heimahjónunum var í svip örðugt um mál og voru ef til vill hálf þuinbaldaleg, enda ekki alveg laust við, að gestirnir færu hjá sér. Pilturinn liafði tekið hinn dauða fo?' upp úr banabæli lians, sat á stóli með svartþrastarungann í heiid- inni og strauk á honurn bakið frá hnakka til stéls. Farðu með fuglinn og grafðu hann, sagði móðirin allt í einiL ærið stuttaralega. Pilturinn reis á fætur, — ósköp hafði liann lengzt upp á síð

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.