Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1944, Page 68

Eimreiðin - 01.04.1944, Page 68
132 LEIKOANSINN OG STYKJÖLDIN 13IMREIÐIN Úr ballettinam „Eldstólpinn“ eftir Anthony Tudor meS hljómlist eflir Schönberg. fram úr að nútímatækni, dansfegurð og dramatískum þrótti. Þeir eru „Liljugarðurinn“ með hljómlist eftir Chausson, „Eldstólp- inn“ með hljómlist eftir Schönberg og ný útfærsla á „Romeo og Júlíu“ með hljómlist eftir Frederic Delius. Ballettinn í Bandaríkjunum er að verða þjóðleg list, með sín- um sérstöku einkennum, þrátt fyrir löng og varanlég áhrif fra Rússum. Skýrt koma þessi þjóðlegu sérkenni fram í ballett ein- um um lífið í vesturhéruðum Bandaríkjanna, sem sýndur var víðsvegar um Bandaríkin á síðastliðnu ári. Ballett þessi heitir Rodeo, og koma þar fram á sjónarsviðið kúrekar frá sléttum vest- urhéraðanna og önnur atriði sérstæð fyrir amerískt þjóðlíf. Hvenær fáum vér íslendingar að sjá leikdans í þjóðlegum stíl? Vafalaust ekki fyrr en nýja þjóðleikhúsið er tekið til starfa. En þá ættu að skapast skilyrði til þess, að hægt yrði að sýna einnig hér þá liina fögru láthragðslist, sem ballettinn býr yfir og náð hefur svo miklum vinsældum í Vesturheimi. Sv. S.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.