Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1944, Page 70

Eimreiðin - 01.04.1944, Page 70
134 IIÚN ELSKAÐI SVO MIKIÐ ISIMRBIÐIN Þegar ég átti skammt ófarið, tók sársatikinn að þjá mig ofsa- lega. Veðurdvnir heyrðust úr fjarska, og fönnina skóf á mig, svo að seint sóttist. — Ég var að þrotum koininn. En með smá- hvíldum tókst mér að þokast nokkra faðma í ljósáttina, en svo var mér öllum lokið, því að líkaminn neitaði að hlýða skipunum mínum. Ég sat í hnipri og æpti á hjálp. Vindurinn hlaut að hera óp mín í strandkofann, sem var þarna skammt undan, að því er virtist. Lengi liúkti ég þarna bjargþrota og lileraði eftir svari. En ekkert heyrði ég nema liarmakvein stormsins. Svo skreiddist ég tvo eða þrjá faðma, hrópaði svo aftur. Var þá hóað með semingi. Ég svaraði í sama tón. Svo hóaði ég með stuttum livíld- um, unz mannamál lieyrðist í námunda, og ég sá tvo „snjókarla ’ koma út úr myrkrinu. Létu þeir spurningunum rigna yfir mig. — Hvað hét maðurinn, og hvaðan var hann? Nú, og hvert var förinni heitið? Það liálfleið yfir mig, áður en ég gat leyst úr helmingi af spurningum þeirra. Ég rankaði aftur við mér, þegar við vorum komnir inn í þorpið. — Virtist mér karlarnir hlakka yfir veið- inni. „Já, og þarna kemur Hildur gamla lijúkrunarkona . .. Það er ekki að spyrja að því. Henni hefur borizt njósn um veiðina , mælti sá, sem hélt undir axlir mér. „Já, livað sagði ég ekki! Enn liefur enginn mátt veikjast her, svo að hún hafi ekki komið á vettvang. Þetta er liennar líf, að lijúkra. Og aldrei þiggur hún eyrisvirði fyrir umstangið. Það er rétt svo sem, að læknirinn geri það“, anzaði engillinn til fóta minna. „Ég lield, að hún sé ekki með öllum mjalla, kerlingin. Hún er eins gráðug í sjúklinga og sumir í frímerki eða við í brennivín • Nú leið ég aftur í ómegin og missti af tali þeirra. Síðar, skömmu eða löngu síðar, fann ég, að einhver laut yfir mig og tautaði vælulega: „Aumingja drengurinn, o, aumingj3 skinnið. — Berið liann lieim til mín, piltar“. Svo seig á mig mók að nýju, og talið Varð óskýrara, dó að lokum út. Ég sofnaði. — Þegar ég vaknaði til fullrar meðvitundar, lá ég í hlýju rúnu i lítilli, vistlegri stofu. Snarkið í ofninum lét mér vel í eyrunn

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.