Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1944, Page 77

Eimreiðin - 01.04.1944, Page 77
eimreiðxn UM PÁL ÓLAFSSON SK.ÁLD 141 var Ragnliildur bráðgáfuð og skemmtileg kona; en ekki var hún eins mikil búkona og fyrri kona hans. Fám árum síðar tók ellin að faerast yfir hann fyrir alvöru, og margt mótlæti bar honum að höndum. Þau misstu þrjá sonu sína á fyrstu árunum eftir giftinguna, hvern öðrum efnilegri, og tók hann það mjög nærri sér. Efnahag hans fór hnignandi með ári hverju. Lundin fór stirðnandi og vinsældir þverrandi. Fór svo að lokum, að hann varð að selja Hallfreðarstaði vegna skulda, og tók hann það ''ijög nærri sér. Þá flutti hann að Neshjáleigu í Loðmundarfirði °g bjó þar litlu búi um nokkur ár. Þaðan fór hann um alda- mótin 1900, og dvöldu þau hjónin lijá frændfólki sínu það, sem eflir var ævinnar. Það var sannmæli, sem liann kvað, síð- ustu árin, sem hann var á Hallfreðarstöðum: Fótum er þróttur þrotinn, þreytt brjóst mæðir hósti: hár og skegg er að hærast, heyrn og sýn er að dvína. Farið er fyrri ára fjör, úr augum snörum. Án er ég orðinn vina, ellinni meir það hrellir. Á fyrri árum sínum, og lengstum meðan hann bjó á Hallfreð- arstöðum, var Páll mest metinn af bændum á Út-Héraði, og ^ar margt til þess. Heimili lians var orðlagt fyrir gestrisni og raU8n, enda var það í þjóðbraut og stærsta heimilið í sveitinni, ar var ætíð að mæta þessari miklu alúð og glaðværð, sem 'arla átti sinn líka, og var þar enginn mannamunur gerður, eða svo lítill sem unnt var, eftir manngildi gestanna. Páll hafði serstakt lag á þ ví að skemmta gestum sínum og kunni oftast að Ve^Ja það umtalsefni, sem hverjum var geðfelldast. Það var að- eiUs ein tegund manna, sem hann hafði verulega óbeit á; það '°ru oflátungar. Þó mátti gestrisnin ætíð meira, þegar þá bar garði, en ónotalega veik hann þeim oft, þegar honum þótti ram úr hófi keyra. Páll var glæsimenni liið mesta, og honum fór það vel, því það '8r honum eiginlegt og alveg laust við tilgerð og spjótrungshátt.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.