Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1944, Blaðsíða 91

Eimreiðin - 01.04.1944, Blaðsíða 91
KTMRIíTRIN ÍUTSJÁ 155 Og illi andi er Theódas, meistari í fræðum helstefnunnar á jarðríki. Sonur konungsins, Jósafat, sigrar hjörtu fólksins með góðleik hjart- ans og reisir þannig hið hrunda ríki föður síns úr rústum að leiks- lokum. Fræðari konungssonar er Jordan fóstri hans, einn áhangenda Barlams, en þeirri persónu teflir höf fram í leiknum gegn Theódasi og lætur þá tvo fulltrúa hins hvíta galdurs og hins svarta heyja bar- áttuna um hjörtu mannanna. Marg- víslegir atburðir gerast í hildar- leiknum milli ills og góðs. Fylgjur styrjaldar og harðstjórnar birtast, hollir ráðgjafar og hatursins boð- berar, herteknir menn og konur, friðflytjendur, útlagar, dansmeyj- ar, hermenn og fjöldi annars fólks. Astarævintýri konungssonar og hertekinnar konungsdóttur, Lajlu, mildar nokkuð hinn harðneskju- lega heildarsvip alls, sem fram fer. Sama má einnig segja um 4. þátt, sem er í lausustum böndum við annað efni leiksins, en bætir það UPP að nokkru með andagift Bar- lams í ljóðræðu þeirri, sem hann Uytur söfnuði sínum af fjallinu. Mér virðist sem ljóðskáldið í Davíð hafi hér orðið leikskáldinu yfir- sterkara og þátturinn hefði þurft að verða lengri og fyllri, þótt r*ðan sé áhrifarik með sínum fögru byrjunarhendingum til upp- sprettu ljóssins: himinsól, lieyr bœnir þeirra, sem biðja, l)'i blessaða dís, þú eilífa morgun- gyðja. i °r purpurakápa er glit þitt og gullinroði. flver geisli þinn er kœrleikans sendiboði. Um veldi drottins vitna aldanna raðir. Hans vilja lúta útlagar morgun- glaðir". Svo að lokum örfá orð um með- ferð Leikfélags Reykjavíkur á leiknum. Fyrst verður að hafa í huga, hve allsendis ófullnægjandi leiksviðið í Iðnó er fyrir slíkan leik sem þenna. Leikstjórinn, Lár- us Pálsson, sem sjálfur lék jafn- framt hinn postullega sendiboða, Barlam, hafði erfitt hlutverk með höndum bæði sem leikstjóri og leikandi. Sem leikandi var hann tæpast nógu goðborinn og guðinn- blásinn persónuleiki í anda, fasi og framgöngu, þrátt fyrir sitt spá- mannlega skegg, þótt framsaga hans væri góð. Og sem leikstjóra var á hann lagt svo að segja alveg vonlaust verk á þrönga pallinum í Iðnó, þar sem leikurinn krefst, að sé bæði konungshallarsalur og hall- argarður, klettaborg og fjallshlíð, allt með fjölda fólks. Meðal leik- enda má nefna Jón Aðils í hlut- verki konungsins, sem auk góðs gervis í þessum leik á yfir að ráða einhverri þeirri þróttmestu karl- mannsrödd, sem heyrist á íslenzku leiksviði, þó að nokkuð skorti á þjálfun, — og Harald Björnsson, sem Iék Theódas, einkaráðgjafa konungs og gerði úr honum svo snjalla Mefistofelesar-„týpu“, að Plancon eða Journet hafa varla gert mikið betur i „Faust“. Þrátt fyrir allt er hinn nýi sjón- leikur Davíðs Stefánssonar hvort- tveggja, merkilegur bókmennta- og Ieikviðburður I íslenzkri list. Höf- undurinn hefur túlkað efni sitt á áhrifaríkan hátt og leikendur lagt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.