Eimreiðin - 01.04.1944, Qupperneq 91
KTMRIíTRIN
ÍUTSJÁ
155
Og illi andi er Theódas, meistari í
fræðum helstefnunnar á jarðríki.
Sonur konungsins, Jósafat, sigrar
hjörtu fólksins með góðleik hjart-
ans og reisir þannig hið hrunda
ríki föður síns úr rústum að leiks-
lokum. Fræðari konungssonar er
Jordan fóstri hans, einn áhangenda
Barlams, en þeirri persónu teflir
höf fram í leiknum gegn Theódasi
og lætur þá tvo fulltrúa hins hvíta
galdurs og hins svarta heyja bar-
áttuna um hjörtu mannanna. Marg-
víslegir atburðir gerast í hildar-
leiknum milli ills og góðs. Fylgjur
styrjaldar og harðstjórnar birtast,
hollir ráðgjafar og hatursins boð-
berar, herteknir menn og konur,
friðflytjendur, útlagar, dansmeyj-
ar, hermenn og fjöldi annars fólks.
Astarævintýri konungssonar og
hertekinnar konungsdóttur, Lajlu,
mildar nokkuð hinn harðneskju-
lega heildarsvip alls, sem fram fer.
Sama má einnig segja um 4. þátt,
sem er í lausustum böndum við
annað efni leiksins, en bætir það
UPP að nokkru með andagift Bar-
lams í ljóðræðu þeirri, sem hann
Uytur söfnuði sínum af fjallinu.
Mér virðist sem ljóðskáldið í Davíð
hafi hér orðið leikskáldinu yfir-
sterkara og þátturinn hefði þurft
að verða lengri og fyllri, þótt
r*ðan sé áhrifarik með sínum
fögru byrjunarhendingum til upp-
sprettu ljóssins:
himinsól, lieyr bœnir þeirra,
sem biðja,
l)'i blessaða dís, þú eilífa morgun-
gyðja.
i °r purpurakápa er glit þitt og
gullinroði.
flver geisli þinn er kœrleikans
sendiboði.
Um veldi drottins vitna aldanna
raðir.
Hans vilja lúta útlagar morgun-
glaðir".
Svo að lokum örfá orð um með-
ferð Leikfélags Reykjavíkur á
leiknum. Fyrst verður að hafa í
huga, hve allsendis ófullnægjandi
leiksviðið í Iðnó er fyrir slíkan
leik sem þenna. Leikstjórinn, Lár-
us Pálsson, sem sjálfur lék jafn-
framt hinn postullega sendiboða,
Barlam, hafði erfitt hlutverk með
höndum bæði sem leikstjóri og
leikandi. Sem leikandi var hann
tæpast nógu goðborinn og guðinn-
blásinn persónuleiki í anda, fasi
og framgöngu, þrátt fyrir sitt spá-
mannlega skegg, þótt framsaga
hans væri góð. Og sem leikstjóra
var á hann lagt svo að segja alveg
vonlaust verk á þrönga pallinum í
Iðnó, þar sem leikurinn krefst, að
sé bæði konungshallarsalur og hall-
argarður, klettaborg og fjallshlíð,
allt með fjölda fólks. Meðal leik-
enda má nefna Jón Aðils í hlut-
verki konungsins, sem auk góðs
gervis í þessum leik á yfir að ráða
einhverri þeirri þróttmestu karl-
mannsrödd, sem heyrist á íslenzku
leiksviði, þó að nokkuð skorti á
þjálfun, — og Harald Björnsson,
sem Iék Theódas, einkaráðgjafa
konungs og gerði úr honum svo
snjalla Mefistofelesar-„týpu“, að
Plancon eða Journet hafa varla
gert mikið betur i „Faust“.
Þrátt fyrir allt er hinn nýi sjón-
leikur Davíðs Stefánssonar hvort-
tveggja, merkilegur bókmennta- og
Ieikviðburður I íslenzkri list. Höf-
undurinn hefur túlkað efni sitt á
áhrifaríkan hátt og leikendur lagt