Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 18
114
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
lýðveldisforseta fram með þeim virðuleik og þeirri helgi, sem
svo mikilvægum og sögulegum atburði ber.
SIGUR! FRIÐUR!
Þessi tvö orð hafa hæst hljómað, síðan Þjóðverjar gáfust
skilyrðislaust upp fyrir bandamönnum á síðastliðnu vori. Lok
styrjaldarinnar í Evrópu voru tilkynnt 7. maí, og daginn
eftir var svo haldinn hátíðlegur sigurdagiu- víðs vegar um
lönd. Mikill var fögnuðurinn þennan dag. En yfir honum
hvíldu samt skuggar hinnar óútkljáðu styrjaldar við Japan,
en henni lauli 14. þ. m. með fullum sigri hinna sameinuðu þjóða,
skuggar þjáninga eftir langan ófrið í Evrópu, skuggarnir af
allri þeirri eymd, sem hið langvinna stríð hefur leitt yfir
þann mikla fjölda manna, sem þjáðst hefur á vígvöllununi
og í hryllilegum fangabúðiun — og loks skuggar yfirvofandi
hungurs og hels, sem enn ógnar fjölda manna og heilum
þjóðum.
Og þó er einn skuggi öllum hinum meiri — skuggi efans
um, að takast megi að skapa frið að fengnum sigri. Þessí
skuggi grúfir áfram yfir mannkyninu, meðan eklii tekst að
uppfylla loforðin um öryggi gegn ofbeldi og lögleysum, um
lausn frá ótta við skort. Atlantshafssáttmálinn er örðugur í
framkvæmd. Landvinningar og þjóðernakúgun virðast enn
sem áður eiga að Jiolast sem árangur unnins sigurs. En þar
með er fræinu sáð að nýrri lieimsstyrjöld.
Bandamenn liafa að vísu sigrað í lieimsstyrjöldinni, en
hið mikla hlutverk beirra, að vinna friðinn, er enn óleyst.
Til þess að leysa bað þarf órjúfandi samstarf um að halda '
heiðri frelsi og sjálfsákvörðunarrétti Jijóða og Jijóðabrota.
Skuggi efans lijaðnar, ef það samstarf tekst. Sigur er í raun-
inni eklti takmarli í sjálfu sér, lieldur aðeins áfangi á hinm
löngu og torsóttu göngu til nýs lieims friðar og farsældar
á þessari jörð.
VÍG GUÐMUNDAR KAMBANS.
Um líkt leyti og minnzt var lumdruðustu árstíðar Jónasar
skálds Hallgrímssonar víðs vegar um land, lézt úti í Kaup-
mannahöfn annað íslenzkt skáld. í þeim atburði birtist ör-